Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 08:48 Joe Biden tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Getty/Joshua Roberts Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. Eins og hefð er fyrir lýsti sitjandi varaforseti niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna. Það var því Mike Pence sem lýsti því yfir að Biden og Harris væru réttkjörin sem næsti forseti og varaforseti landsins. Stuttu eftir að kjörið var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. Í yfirlýsingunni segist Trump algjörlega ósammála niðurstöðu forsetakosninganna og að staðreyndirnar standi með þeirri skoðun hans, sem er þó ekki raunin. Valdaskiptin þann 20. janúar verði þó friðsæl. „Aðeins upphafið að baráttu okkur fyrir því að gera Bandaríkin stórkostleg á ný“ Hann ýjar svo áfram að því að brögð hafi verið í tafli en hann hefur fullyrt að kosningasvik hafi átt sér stað og að Demókratar hafi stolið sigrinum. Engar sannanir liggja fyrir um slíkt. „Ég hef alltaf sagt að við munum halda áfram baráttu okkar fyrir því að öll löggild atkvæði hafi verið talin. Á meðan þetta þýðir að stórkostlegasta fyrsta kjörtímabili forseta í sögunni er lokið þá er þetta aðeins upphafið að baráttu okkur fyrir því að gera Bandaríkin stórkostleg á ný,“ segir Trump. Þingfundi frestað og þingmönnum komið í skjól Þingfundinum sem lauk í morgun, eða í nótt að staðartíma, fer í sögubækurnar enda var atburðarás gærdagsins ótrúleg. Bandaríkjaþing kom saman klukkan eitt í gær að staðartíma (18 að íslenskum tíma) til þess að staðfesta atkvæði kjörmannanna 538 í bandarísku forsetakosningunum. Staðfestingin er í raun aðeins formsatriði en þó hluti af því lýðræðislega ferli sem forsetakosningarnar eru. Snemma um morguninn komu þúsundir stuðningsmanna Trumps saman skammt frá Hvíta húsinu til baráttufundar. Forsetinn mætti sjálfur á fundinn og ávarpaði stuðningsmennina en hélt síðan aftur í Hvíta húsið. Hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að berjast til að bjarga landinu. Nú væri tími til að sýna styrk. Það var síðan ekki langt liðið á þingfundinn, eða einungis um hálftími, þegar stuðningsmenn Trumps voru komnir að þinghúsinu, komið hafði til óeirða og æstur múgurinn var búinn að brjóta sér leið inn í húsið. Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu.Getty/Mostafa Bassim Að minnsta kosti fjórir létust, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Trumps, sem skotin var til bana af lögreglu þegar fólkið var að reyna að komast inn í þinghúsið. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, lýsti því yfir að útgöngubann tæki gildi í borginni klukkan 18 að staðartíma (klukkan 23 að íslenskum tíma). Þingfundi var frestað án þess að búið væri að staðfesta kjör Bidens og þingmönnum var komið í skjól. Æstur múgurinn komst bæði inn í sal fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar en viðbúnaður lögeglu hafði ekki verið í neinu samræmi við fjölda mótmælenda. Tylltu sér í sæti á skrifstofum þingmanna Fólkið vafraði um bygginguna og fór inn á skrifstofur ýmissa hátt settra leiðtoga í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Myndir innan úr þinghúsinu sýndu meðal annars þegar þau tylltu sér í sæti á skrifstofum þingmanna og stóðu í ræðustól þingsalarins. Biden fordæmdi athæfi fólksins og sagði lýðræði í Bandaríkjunum sæta fordæmalausri árás. Trump sagðist elska fólkið en bað það um að sýna lögum og reglu virðingu og fara heim. Þjóðvarðlið Virginíu var kallað út að skipun ríkisstjóra Virginíu, sem sendi einnig aukamannskap lögreglumanna, þegar ljóst varð að lögregla í Washington réði ekki við ástandið. Skömmu áður höfðu borist fréttir af því að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði neitað að senda þjóðvarðlið Washington DC á vettvang. Það virðist síðan hafa breyst, þar sem fregnir bárust af því að Trump hefði fyrirskipað að þjóðvarðliðið frá Washington-borg yrði sent á vettvang. Allar tillögur um að ógilda atkvæði kjörmanna felldar Um klukkan 20 að staðartíma, eða sjö klukkutímum eftir að þingfundur hófst, var búið að ná stjórn á ástandinu og hægt var að hefja þingfund að nýju. Honum lauk ekki fyrr en um átta klukkutímum síðar eða klukkan fjögur í nótt (klukkan 9 í morgun að íslenskum tíma). Repúblikanar mótmæltu niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna í nokkrum ríkjum og þurftu sérstakar umræður og atkvæðagreiðslur að fara fram um þau mótmæli. Lögðu þingmennirnir til að atkvæði kjörmanna í Nevada, Georgríu, Michigan, Arizona og Pennsylvaníu yrðu ógild en allar tillögurnar voru felldar í báðum deildum þingsins. Á endanum var því kjör Bidens og Harris staðfest, eins og áður segir og var þingfundi svo slitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Eins og hefð er fyrir lýsti sitjandi varaforseti niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna. Það var því Mike Pence sem lýsti því yfir að Biden og Harris væru réttkjörin sem næsti forseti og varaforseti landsins. Stuttu eftir að kjörið var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. Í yfirlýsingunni segist Trump algjörlega ósammála niðurstöðu forsetakosninganna og að staðreyndirnar standi með þeirri skoðun hans, sem er þó ekki raunin. Valdaskiptin þann 20. janúar verði þó friðsæl. „Aðeins upphafið að baráttu okkur fyrir því að gera Bandaríkin stórkostleg á ný“ Hann ýjar svo áfram að því að brögð hafi verið í tafli en hann hefur fullyrt að kosningasvik hafi átt sér stað og að Demókratar hafi stolið sigrinum. Engar sannanir liggja fyrir um slíkt. „Ég hef alltaf sagt að við munum halda áfram baráttu okkar fyrir því að öll löggild atkvæði hafi verið talin. Á meðan þetta þýðir að stórkostlegasta fyrsta kjörtímabili forseta í sögunni er lokið þá er þetta aðeins upphafið að baráttu okkur fyrir því að gera Bandaríkin stórkostleg á ný,“ segir Trump. Þingfundi frestað og þingmönnum komið í skjól Þingfundinum sem lauk í morgun, eða í nótt að staðartíma, fer í sögubækurnar enda var atburðarás gærdagsins ótrúleg. Bandaríkjaþing kom saman klukkan eitt í gær að staðartíma (18 að íslenskum tíma) til þess að staðfesta atkvæði kjörmannanna 538 í bandarísku forsetakosningunum. Staðfestingin er í raun aðeins formsatriði en þó hluti af því lýðræðislega ferli sem forsetakosningarnar eru. Snemma um morguninn komu þúsundir stuðningsmanna Trumps saman skammt frá Hvíta húsinu til baráttufundar. Forsetinn mætti sjálfur á fundinn og ávarpaði stuðningsmennina en hélt síðan aftur í Hvíta húsið. Hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að berjast til að bjarga landinu. Nú væri tími til að sýna styrk. Það var síðan ekki langt liðið á þingfundinn, eða einungis um hálftími, þegar stuðningsmenn Trumps voru komnir að þinghúsinu, komið hafði til óeirða og æstur múgurinn var búinn að brjóta sér leið inn í húsið. Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu.Getty/Mostafa Bassim Að minnsta kosti fjórir létust, þar á meðal ein kona, stuðningsmaður Trumps, sem skotin var til bana af lögreglu þegar fólkið var að reyna að komast inn í þinghúsið. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, lýsti því yfir að útgöngubann tæki gildi í borginni klukkan 18 að staðartíma (klukkan 23 að íslenskum tíma). Þingfundi var frestað án þess að búið væri að staðfesta kjör Bidens og þingmönnum var komið í skjól. Æstur múgurinn komst bæði inn í sal fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar en viðbúnaður lögeglu hafði ekki verið í neinu samræmi við fjölda mótmælenda. Tylltu sér í sæti á skrifstofum þingmanna Fólkið vafraði um bygginguna og fór inn á skrifstofur ýmissa hátt settra leiðtoga í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Myndir innan úr þinghúsinu sýndu meðal annars þegar þau tylltu sér í sæti á skrifstofum þingmanna og stóðu í ræðustól þingsalarins. Biden fordæmdi athæfi fólksins og sagði lýðræði í Bandaríkjunum sæta fordæmalausri árás. Trump sagðist elska fólkið en bað það um að sýna lögum og reglu virðingu og fara heim. Þjóðvarðlið Virginíu var kallað út að skipun ríkisstjóra Virginíu, sem sendi einnig aukamannskap lögreglumanna, þegar ljóst varð að lögregla í Washington réði ekki við ástandið. Skömmu áður höfðu borist fréttir af því að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði neitað að senda þjóðvarðlið Washington DC á vettvang. Það virðist síðan hafa breyst, þar sem fregnir bárust af því að Trump hefði fyrirskipað að þjóðvarðliðið frá Washington-borg yrði sent á vettvang. Allar tillögur um að ógilda atkvæði kjörmanna felldar Um klukkan 20 að staðartíma, eða sjö klukkutímum eftir að þingfundur hófst, var búið að ná stjórn á ástandinu og hægt var að hefja þingfund að nýju. Honum lauk ekki fyrr en um átta klukkutímum síðar eða klukkan fjögur í nótt (klukkan 9 í morgun að íslenskum tíma). Repúblikanar mótmæltu niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna í nokkrum ríkjum og þurftu sérstakar umræður og atkvæðagreiðslur að fara fram um þau mótmæli. Lögðu þingmennirnir til að atkvæði kjörmanna í Nevada, Georgríu, Michigan, Arizona og Pennsylvaníu yrðu ógild en allar tillögurnar voru felldar í báðum deildum þingsins. Á endanum var því kjör Bidens og Harris staðfest, eins og áður segir og var þingfundi svo slitið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira