Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2021 07:02 Ótrúleg atburðarás varð við þinghús Bandaríkjaþings, Capitol Hill, í gær þegar æstur múgur, stuðningsmenn Trumps, braut sér leið inn í húsið. Getty/Robert Nickelsberg Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Þar á meðal er ein kona, stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, sem skotin var til bana af lögreglu þegar æstur múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið í gær. Hinir þrír eru sagðir hafa látist af öðrum orsökum sem tengjast heilsufari þeirra. Þá hafa 52 verið handteknir í tengslum við óeirðirnar en CNN greinir frá því að 47 þeirra hafi verið handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanni sem tók gildi í Washington-borg klukkan sex í gærkvöldi að staðartíma, 23 að íslenskum tíma. Bannið gildir í tólf tíma. Bandaríkjaþing kom aftur saman til fundar í nótt til að staðfesta atkvæði kjörmanna í bandarísku forsetakosningunum og staðfesta þar með kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Þingið hefur nú loks staðfest kjörið eftir hin ótrúlegu atburðarás gærdagsins. Það var Mike Pence, fráfarandi varaforseti og einn helsti bandamaður Trumps undanfarin ár, sem las upp niðurstöðu atkvæðagreiðslu kjörmannanna og staðfesti þar með að Biden og Harris væru réttkjörin sem forseti og varaforseti Bandaríkjanna. Vísir fylgist áfram grannt með gangi mála í Bandaríkjunum og í vaktinni hér fyrir neðan má fylgjast með öllu því helsta. Fréttin var uppfærð klukkan 09:20.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira