Lífið

Tanya Roberts látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tanya Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín sem Bond-stúlkan Stacey Sutton og Midge í þáttunum That 70's Show.
Tanya Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín sem Bond-stúlkan Stacey Sutton og Midge í þáttunum That 70's Show. Getty/Albert L. Ortega

Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts er látin, 65 ára að aldri. Frá þessu greinir TMZ í dag. Þetta er í annað sinn sem tilkynnt er um andlát Roberts á tveimur dögum en fyrri tilkynningin reyndist á misskilningi byggð.

TMZ hafði eftir talsmanni Roberts á sunnudag að hún hefði látist fyrr um daginn á sjúkrahúsi í Los Angeles. Í gær var hins vegar haft eftir sama talsmanni að um misskilning væri að ræða; Roberts væri enn á lífi. Nú hefur TMZ eftir Lance O‘Brien, unnusta Roberts, að hún hafi andast á spítalanum í gærkvöldi.

TMZ rekur misskilninginn í frétt sinni um málið í dag. Þar segir að O‘Brien hafi heimsótt Roberts á sjúkrahúsið á sunnudag og talið hana látna. Hann hafi yfirgefið spítalann án þess að ræða við starfsfólk og greint talsmanninum frá andláti Roberts, sem staðfesti það við TMZ. Í gær hefði O‘Brien hins vegar verið tilkynnt símleiðis að Roberts væri alls ekki látin.

Roberts var þekktust fyrir hlutverk sín í Bond-myndinni A View to a Kill og sjónvarpsþáttunum That 70‘s Show.

Í A View to a Kill lék hún Bond-stúlkuna Stacey Sutton en Roger Moore fór með hlutverk breska njósnarans. Í That 70‘s Show lék Roberts síðan Midge, móður Donnu Pinciotti, sem var ein aðalpersóna þáttanna.


Tengdar fréttir

Tanya Roberts ranglega sögð látin

Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.

Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin

Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×