Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2021 22:32 Fé rekið inn í réttir Land- og Holtamanna við Áfangagil í haust eftir smölun af Landmannaafrétti. Réttirnar eru norðan Heklu og einu hálendisréttir landsins. Einar Árnason Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám. Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn. Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Í þættinum Um land allt, þar sem fjallmönnum á Landmannaafrétti var fylgt í haust, var þeirri spurningu velt upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu væri í þjóðmenningu Íslendinga. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Einar Árnason „Ég hugsa að það láti nokkuð nærri að menn hafi farið að reka fé á fjall í kjölfar landnáms eða að minnsta kosti skömmu eftir að landið byggðist. Upprekstrarrétturinn byggist því á fornri venju,“ svarar Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar, en nefndin var sett á laggirnar með lögum um þjóðlendur. Þorsteinn Magnússon lögfræðingur er framkvæmdastjóri Óbyggðanefndar og situr jafnframt í nefndinni.Óbyggðanefnd Aðalhlutverk hennar er að úrskurða um þjóðlendur en jafnframt hefur fylgt starfi hennar umfangsmikil rannsóknarvinna og gagnasöfnun, einkum í samvinnu við sérfræðinga Þjóðskjalasafns Íslands. Þannig segir Þorsteinn algengt að í málum fyrir Óbyggðanefnd sé notast við skjöl allt aftur til þrettándu eða jafnvel tólftu aldar. „Elsta skjal sem varðveitt er í frumriti á íslensku er máldagi Reykholtskirkju í Borgarfirði frá tólftu öld. Hann kom mjög við sögu við úrlausn mála í Borgarfirði,“ segir Þorsteinn. „Bæði Grágás og Jónsbók geyma ákvæði um afrétti. Ég tel að af því megi draga þá ályktun að þegar þær voru ritaðar var notkun afrétta til sumarbeitar fyrir búfénað orðin nokkuð föst í sessi.“ Þorsteinn segir þó heimildir ekki liggja fyrir um nákvæmlega hvenær byrjað var að nýta afrétti, enda hafi það ekki verið fyrr en á tólftu öld, um tveimur öldum eftir að landnámi lauk, sem farið var að rita heimildir hér á landi. „Ákvæði Grágásar um afrétti benda þó til þess að afréttanotkun hafi verið hafin þegar á tíma þjóðveldisins. Grágás mun hafa verið rituð á þrettándu öld, eftir að lögin höfðu áður verið varðveitt í munnlegri geymd,“ segir Þorsteinn.
Landbúnaður Hálendisþjóðgarður Rangárþing ytra Ásahreppur Um land allt Tengdar fréttir Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Telur bændur hafa rekið fé á hálendið allt frá landnámi „Sagan segir að menn hafi byrjað að reka bara um landnám,“ svarar fjallkóngurinn á Landmannaafrétti, Kristinn Guðnason, þegar við veltum því upp hversu rótgróinn þáttur fjárleitir á hálendinu er í þjóðmenningu Íslendinga. 2. janúar 2021 06:26
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50