Íslenski boltinn

Vonast til að Reykjavíkurmótið geti hafist 16. janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fylkir varð Reykjavíkurmeistari í kvennaflokki í fyrra.
Fylkir varð Reykjavíkurmeistari í kvennaflokki í fyrra. vísir/bára

Reykjavíkurmótið í fótbolta hefst laugardaginn 16. janúar ef kappleikir verða heimilaðir á ný fyrir þann tíma.

Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 12. janúar. Æfingabanni var aflétt í síðasta mánuði en keppnisbann er enn við lýði.

Ef þeim takmörkunum verður aflétt eftir 12. janúar hefst keppni í Reykjavíkurmóti karla 16. janúar og Reykjavíkurmóti kvenna degi síðar.

Níu lið taka þátt í Reykjavíkurmóti karla og sjö í Reykjavíkurmóti kvenna. Í karlaflokki á riðlakeppnin að fara fram 16. janúar til 6. febrúar en í kvennaflokki verður riðlakeppnin 17.-27. janúar. Keppni á Reykjavíkurmótinu lýkur svo með úrslitaleik efstu liða riðlanna.

Í fréttatilkynningu frá KRR kemur fram að Egilshöll standi öllum liðum til boða en þau geti einnig leikið sína heimaleiki á sínum heimavelli.

Leikjaniðurröðun á Reykjavíkurmótinu verður ekki staðfest fyrr en keppni verður leyfð á nýjan leik.

Fylkir varð Reykjavíkurmeistari kvenna og KR Reykjavíkurmeistari karla á síðasta ári.

Þátttökulið á Reykjavíkurmótinu 2021

Karlaflokkur:

  • KR
  • Valur
  • Fram
  • Þróttur
  • Víkingur
  • Fjölnir
  • Leiknir
  • ÍR
  • Fylkir

Kvennaflokkur:

  • KR
  • Valur
  • Fram
  • Þróttur
  • Fylkir
  • Víkingur
  • Fylkir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×