Úranauðgun Íran hafin Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 14:06 Hassan Rouhani, forseti Írans, gaf skipun fyrir aukinni úranauðgun í morgun. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira
Úran sem búið er að auðga 20 prósent dugar ekki í kjarnorkuvopn en tiltölulega auðvelt er að breyta því. Það er að segja, þegar 20 prósenta stiginu er náð, er auðvelt að vopnvæða það úran. Íranir lögðu einnig hald á olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í dag og handtóku áhöfn skipsins. Ráðamenn í Íran segja að skipið hafi verið haldlagt vegna mengunar frá því. Fyrr í morgun bárust þó fregnir af því að erindreki frá Suður-Kóreu væri á leið til Íran til að ræða við yfirvöld þar um milljarða dala í eigu Írana sem hafa verið frystir í Suður-Kóreu. Íranar sögðu Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, IAEA, frá ætlunum sínum í síðustu viku. Mikil spenna er nú við Persaflóa og ákváðu forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna að flytja flugmóðurskipið ekki af svæðinu eins og til stóð. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að það komi ekki til greina að leyfa Íran að koma upp kjarnorkuvopnum. Íranar tóku sömu ákvörðun fyrir um áratug og þá gerðu Ísraelar næstum því loftárásir á Íran, með því markmiði að binda enda á auðgun úrans þar. Times of Israel hefur eftir Netanjahú að þessi aukna auðgun úrans í Íran sé til marks um að þar á bæ vilji menn eignast kjarnorkuvopn. Í Teheran hafa ráðamenn lengi haldið því fram að kjarnorkuáætlun þeirra hafi friðsaman tilgang og er talið að kjarnorkuvopnaþróun Íran hafi verið hætt fyrir löngu síðan. Kjarnorkusamkomulagið svokallaða skuldbatt Íran til að auðga úran ekki meira en 3,75 prósent. Samkomulagið var gert á milli Írans, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands árið 2015 og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Írans. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Írans að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rifti kjarnorkusamkomulaginu í raun 2018 þegar hann sleit Bandaríkin frá því og beitti aftur viðskiptaþvingunum gegn Íran. Evrópuríkin hafa reynt að halda því til streitu en án mikils árangurs. Íranskir þingmenn samþykktu nýverið frumvarp sem snýr að því að meina eftirlitsmönnum IAEA aðgang að kjarnorkustöðvum þeirra og að frekari auðgun úrans ætti að hefjast. Samkvæmt því frumvarpi átti auðgunin þó ekki að hefjast fyrr en í febrúar. Í gær var mánuður liðinn frá því að íranski herforinginn Qassem Soleimani var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak.
Íran Bandaríkin Ísrael Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Sjá meira