Vilja fylgja reglum en ekki „sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:08 Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Vísir Biskup kaþólskra á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Þetta hafi verið það eina rétta í stöðunni því ekki komi til greina að vísa fólki frá messu sem vilji sækja hana. Honum finnst sóttvarnareglur sem gilda um helgihald vera ósanngjarnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að formleg rannsókn á meintu sóttvarnabroti sé hafin. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá því í gær að fleiri en fimmtíu hefðu komið saman í messu í Landakoti í gær. Ásgeir segir að það næsta sem gert verði sé að kalla alla sem eiga í hlut í skýrslutöku til að ná utan um atburðarásina í gær. Fréttatilkynning frá biskupi kaþólskra barst rétt fyrir hádegi þar sem ákveðið var að aflýsa messuhaldi. Fréttastofa ræddi við séra Jakob Rolland, kanslara biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í hádegisfréttum. „Hann [biskup kaþólskra á Íslandi] segir að hann sjái að okkur sé ekki alveg stætt að standa með öllum sóttvarnareglum og fylgja þeim öllum í helgihaldinu einfaldlega vegna þess að fólk kemur í kirkju. Hann tekur þessa ákvörðun að það verða framvegis engar opinberar sunnudagsmessur. Þetta er eina lausnin til þess að fylgja reglunum,“ segir séra Jakob. Þeim finnist þær sóttvarnareglur sem gilda um helgihald ekki vera sanngjarnar þegar þær eru bornar saman við önnur svið og aðrar stofnanir. Að hámarki tíu mega koma saman í messum samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir. Séra Jakob nefnir máli sínu til stuðnings rýmri reglur sem gilda fyrir veitingastaði, verslanir og sundlaugar. „Það er í rauninni óskiljanlegt að ekki skuli gilda sömu reglur alls staðar þar sem aðstæður eru svipaðar. Þannig að við viljum víst fylgja öllum reglum en ekki sérreglum sem virðast gilda bara um kaþólska kirkju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Reykjavík Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43