Innlent

Útför Jónínu Benediktsdóttur streymt vegna samkomutakmarkanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kista Jónínu Ben borin út úr Digraneskirkju í dag.
Kista Jónínu Ben borin út úr Digraneskirkju í dag. Vísir/Vilhelm

Útför Jónínu Benediktsdóttur, íþróttafræðings og frumkvöðuls, var gerð frá Digraneskirkju í dag. Vegna samkomutakmarkana ákváðu aðstandendur að streyma jarðarförinni.

Jónína var 63 ára þegar hún varð bráðkvödd á heimili sínu um miðjan desember. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn.

Jarðarförinni var streymt á YouTube. Þar var Jónínu minnst en meðal þeirra sem sögðu sögur af Jónínu heitinni voru vinir hennar Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson.

Upptöku frá jarðarförinni, þar sem tónlistaratriði spiluðu stóran þátt, má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×