Að mjólka læk, - og að móttaka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:01 Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun