Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2021 20:43 Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti. Doug Mills-Pool/Getty Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, en úrslitin í Georgíu réðust á tæplega 12.000 atkvæðum, Biden í vil. Washington Post greinir frá upptöku af símtali forsetans til innanríkisráðherrans, sem er jafnframt æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíuríki, í gær. Þar er Trump sagður hafa lítillækkað Raffensperger, reynt að smjaðra fyrir honum, beðið hann um að taka til varna fyrir sig og hótað óljósum lagalegum afleiðingum, myndi hann ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Í símtalinu eru Raffensperger og ráðgjafar hans sagðir hafa ítrekað hafnað órökstuddum staðhæfingum Trumps um kosningasvik. Meðal annars hafi forsetanum verið bent á að allar upplýsingar sem hann studdi mál sitt með væru samsæriskenningar sem þegar hefðu verið afsannaðar. Trump hafi hins vegar neitað að láta undan. „Fólkið í Georgíu er reitt, fólkið í landinu er reitt. Og það er ekkert að því að segja að þú hafir endurreiknað,“ hefur Washington Post eftir Trump í símtalinu. Raffensperger er sagður hafa svarað því til að slíkt myndi engu breyta. „Herra forseti, vandamálið sem þú stendur frammi fyrir er að gögnin sem þú notast við eru ekki rétt,“ er haft eftir Raffensperger. Hér að neðan má heyra hljóðbrot úr símtalinu. „Ég vil bara finna 11.780 atkvæði“ Á öðrum tímapunkti í símtalinu bað Trump innanríkisráðherrann einfaldlega um að „finna“ nógu mörg atkvæði til þess að tryggja sér sigurinn í Georgíuríki, sem gefur sextán kjörmenn í forsetakosningunum. „Sko. Allt sem ég vil gera er þetta. Ég vil bara finna 11.780 atkvæði, sem er einu meira en við erum með. Af því að við unnum ríkið,“ er haft eftir Trump. Samtal Trumps við Raffensperger er þá sagt sýna fram á að forsetinn trúi því raunverulega að hægt sé að snúa úrslitum kosninganna honum í vil, þannig að hann geti setið áfram á forsetastóli til ársins 2024. Fjöldi ráðgjafa úr herbúðum Trumps voru á línunni meðan á klukkutímalöngu símtalinu stóð. Þeirra á meðal var Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Cleta Mitchell, hátt settur lögmaður innan Repúblikanaflokksins. Mitchell er sú eina sem hefur tjáð sig um símtalið, og segir í yfirlýsingu að upplýsingar um efni þess, sem kona frá skrifstofu Raffenspergers, séu rangar. Hvíta húsið, framboð Trumps, Meadows og skrifstofa Raffensberger hafa ekki viljað tjá sig um málið við Washington Post. „Það er engin leið að ég hafi tapað í Georgíu. Engin leið. Við unnum með hundruðum þúsunda atkvæða,“ er haft eftir Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að Joe Biden vann Georgíu með 11.799 atkvæðum. Brad Raffensperger er innanríkisráðherra Georgíuríkis. Hann hefur ekki viljað láta undan þrýstingi forsetans um að breyta úrslitum kosninganna í ríkinu.Brynn Anderson/AP Hótaði óljósum lagalegum afleiðingum Í símtalinu hótaði Trump bæði Raffensperger og Ryan Germany, aðallögmanni hans, lagalegum afleiðingum, ef þeir kæmust ekki að þeirri niðurstöðu að þúsundum atkvæða í Fulton-sýslu í Georgíu hefði verið fargað. Engar sannanir hafa fundist fyrir slíkum staðhæfingum. „Það er ólöglegt. Og þú getur ekki látið það gerast. Það væri mikil áhætta fyrir þig og Ryan,“ sagði Trump við Raffensperger, en ekki liggur ljóst fyrir hvaða lagalegu afleiðingar hann taldi að ættu við, ef sannanir fyrir staðhæfingum hans fyndust ekki. Þá er Trump sagður hafa sakað Raffensperger um að skemma fyrir flokkssystkinum sínum, þeim David Perdue og Kelly Loeffler, frambjóðendum til öldungadeildar í Georgíu. Þau sækjast bæði eftir endurkjöri á þing í aukakosningum sem fram fara í ríkinu í þessari viku. „Það eru stórar kosningar fram undan og vegna þess sem þú hefur gert forsetanum… þú veist, fólkið í Georgíu veit að þetta var svindl. Vegna þess sem þú hefur gert forsetanum mun fjöldi fólks ekki kjósa, og margir Repúblikanar munu kjósa neikvætt, vegna þess að þeir hata það sem þú gerðir forsetanum. Allt í lagi? Þeir hata það. Og þeir munu kjósa. Og þú værir virtur, afar virtur, ef hægt verður að finna út úr þessu fyrir kosningarnar,“ er haft eftir Trump. Símtalið á lagalega gráu svæði Lögfræðilegir álitsgjafar Washington Post segja efni símtals Trumps til Raffensperger vera á lagalega gráu svæði. Með því að hvetja innanríkisráðherrann til þess að „finna atkvæði“ virðist forsetinn vera að reyna að sannfæra hann um að eiga við úrslit kosninganna, að þeirra sögn. Edward B. Foley, lagaprófessor við Ohio State-háskólann, segir lagalegu hliðina málum blandna. Hann sagði símtal hins vegar vera „óviðeigandi og fyrirlitlegt.“ Hann teldi það siðferðislegt hneyksli. „Hann [Trump] var nú þegar búinn að sprengja neyðarskalann. Við vorum komin í tólf á skalanum einn til tíu, núna erum við komin upp í fimmtán,“ hefur Washington Post eftir Foley. Í símtalinu er Trump sagður hafa haldið fram löngum lista rangra staðhæfinga og samsæriskenninga til þess að styðja mál sitt. Hann hélt því til að mynda fram að hann hefði unnið kosningarnar í Georgía með minnst hálfri milljón atkvæða. Þá sagði hann þúsundir atkvæða hafa verið greidd í nafni látins fólks, en aðeins tvö slík atkvik hafa verið skráð í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá hélt hann því fram að kosningastarfsfólk í Atlanta hefði skráð 18.000 atkvæði þrisvar sinnum hvert og að þau hafi öll fallið í skaut Bidens. Eins hélt hann því fram að þúsundir kjósenda í Georgíu væru búsettir annars staðar og hafi því kosið ólöglega í ríkinu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. 29. desember 2020 15:01 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, en úrslitin í Georgíu réðust á tæplega 12.000 atkvæðum, Biden í vil. Washington Post greinir frá upptöku af símtali forsetans til innanríkisráðherrans, sem er jafnframt æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíuríki, í gær. Þar er Trump sagður hafa lítillækkað Raffensperger, reynt að smjaðra fyrir honum, beðið hann um að taka til varna fyrir sig og hótað óljósum lagalegum afleiðingum, myndi hann ekki eltast við órökstuddar staðhæfingar forsetans um kosningasvik. Í símtalinu eru Raffensperger og ráðgjafar hans sagðir hafa ítrekað hafnað órökstuddum staðhæfingum Trumps um kosningasvik. Meðal annars hafi forsetanum verið bent á að allar upplýsingar sem hann studdi mál sitt með væru samsæriskenningar sem þegar hefðu verið afsannaðar. Trump hafi hins vegar neitað að láta undan. „Fólkið í Georgíu er reitt, fólkið í landinu er reitt. Og það er ekkert að því að segja að þú hafir endurreiknað,“ hefur Washington Post eftir Trump í símtalinu. Raffensperger er sagður hafa svarað því til að slíkt myndi engu breyta. „Herra forseti, vandamálið sem þú stendur frammi fyrir er að gögnin sem þú notast við eru ekki rétt,“ er haft eftir Raffensperger. Hér að neðan má heyra hljóðbrot úr símtalinu. „Ég vil bara finna 11.780 atkvæði“ Á öðrum tímapunkti í símtalinu bað Trump innanríkisráðherrann einfaldlega um að „finna“ nógu mörg atkvæði til þess að tryggja sér sigurinn í Georgíuríki, sem gefur sextán kjörmenn í forsetakosningunum. „Sko. Allt sem ég vil gera er þetta. Ég vil bara finna 11.780 atkvæði, sem er einu meira en við erum með. Af því að við unnum ríkið,“ er haft eftir Trump. Samtal Trumps við Raffensperger er þá sagt sýna fram á að forsetinn trúi því raunverulega að hægt sé að snúa úrslitum kosninganna honum í vil, þannig að hann geti setið áfram á forsetastóli til ársins 2024. Fjöldi ráðgjafa úr herbúðum Trumps voru á línunni meðan á klukkutímalöngu símtalinu stóð. Þeirra á meðal var Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Cleta Mitchell, hátt settur lögmaður innan Repúblikanaflokksins. Mitchell er sú eina sem hefur tjáð sig um símtalið, og segir í yfirlýsingu að upplýsingar um efni þess, sem kona frá skrifstofu Raffenspergers, séu rangar. Hvíta húsið, framboð Trumps, Meadows og skrifstofa Raffensberger hafa ekki viljað tjá sig um málið við Washington Post. „Það er engin leið að ég hafi tapað í Georgíu. Engin leið. Við unnum með hundruðum þúsunda atkvæða,“ er haft eftir Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að Joe Biden vann Georgíu með 11.799 atkvæðum. Brad Raffensperger er innanríkisráðherra Georgíuríkis. Hann hefur ekki viljað láta undan þrýstingi forsetans um að breyta úrslitum kosninganna í ríkinu.Brynn Anderson/AP Hótaði óljósum lagalegum afleiðingum Í símtalinu hótaði Trump bæði Raffensperger og Ryan Germany, aðallögmanni hans, lagalegum afleiðingum, ef þeir kæmust ekki að þeirri niðurstöðu að þúsundum atkvæða í Fulton-sýslu í Georgíu hefði verið fargað. Engar sannanir hafa fundist fyrir slíkum staðhæfingum. „Það er ólöglegt. Og þú getur ekki látið það gerast. Það væri mikil áhætta fyrir þig og Ryan,“ sagði Trump við Raffensperger, en ekki liggur ljóst fyrir hvaða lagalegu afleiðingar hann taldi að ættu við, ef sannanir fyrir staðhæfingum hans fyndust ekki. Þá er Trump sagður hafa sakað Raffensperger um að skemma fyrir flokkssystkinum sínum, þeim David Perdue og Kelly Loeffler, frambjóðendum til öldungadeildar í Georgíu. Þau sækjast bæði eftir endurkjöri á þing í aukakosningum sem fram fara í ríkinu í þessari viku. „Það eru stórar kosningar fram undan og vegna þess sem þú hefur gert forsetanum… þú veist, fólkið í Georgíu veit að þetta var svindl. Vegna þess sem þú hefur gert forsetanum mun fjöldi fólks ekki kjósa, og margir Repúblikanar munu kjósa neikvætt, vegna þess að þeir hata það sem þú gerðir forsetanum. Allt í lagi? Þeir hata það. Og þeir munu kjósa. Og þú værir virtur, afar virtur, ef hægt verður að finna út úr þessu fyrir kosningarnar,“ er haft eftir Trump. Símtalið á lagalega gráu svæði Lögfræðilegir álitsgjafar Washington Post segja efni símtals Trumps til Raffensperger vera á lagalega gráu svæði. Með því að hvetja innanríkisráðherrann til þess að „finna atkvæði“ virðist forsetinn vera að reyna að sannfæra hann um að eiga við úrslit kosninganna, að þeirra sögn. Edward B. Foley, lagaprófessor við Ohio State-háskólann, segir lagalegu hliðina málum blandna. Hann sagði símtal hins vegar vera „óviðeigandi og fyrirlitlegt.“ Hann teldi það siðferðislegt hneyksli. „Hann [Trump] var nú þegar búinn að sprengja neyðarskalann. Við vorum komin í tólf á skalanum einn til tíu, núna erum við komin upp í fimmtán,“ hefur Washington Post eftir Foley. Í símtalinu er Trump sagður hafa haldið fram löngum lista rangra staðhæfinga og samsæriskenninga til þess að styðja mál sitt. Hann hélt því til að mynda fram að hann hefði unnið kosningarnar í Georgía með minnst hálfri milljón atkvæða. Þá sagði hann þúsundir atkvæða hafa verið greidd í nafni látins fólks, en aðeins tvö slík atkvik hafa verið skráð í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá hélt hann því fram að kosningastarfsfólk í Atlanta hefði skráð 18.000 atkvæði þrisvar sinnum hvert og að þau hafi öll fallið í skaut Bidens. Eins hélt hann því fram að þúsundir kjósenda í Georgíu væru búsettir annars staðar og hafi því kosið ólöglega í ríkinu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. 29. desember 2020 15:01 Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30 Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Sakar Trump-liða um að draga lappirnar Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að pólitískt ráðnir starfsmenn Donalds Trump, fráfarandi forseta, og Trump sjálfur séu að draga lappirnar varðandi stjórnarskiptin. Vísaði hann sérstaklega til starfsmanna stofnanna í varnarmálaráðuneytinu og Office of Management and Budget eða OMB. 29. desember 2020 15:01
Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. 25. desember 2020 16:30
Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. 23. desember 2020 16:04