Sport

Anton Sveinn: Dreymir um Ólympíugull

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anton Sveinn Mckee.
Anton Sveinn Mckee. Stöð 2

Sundkappinn Anton Sveinn Mckee átti góðu gengi að fagna á síðasta ári og undirbýr sig nú af krafti fyrir Ólympíuleikana næsta sumar.

Hann hefur tekið þátt í nýstofnaðri atvinnumannadeild í vetur og mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar.

Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi framhaldið við Anton í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Þessi atvinnumannadeild er mjög skemmtileg en að keppa á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd er það stærsta sem maður gerir. Draumurinn er að standa á verðlaunapalli á stórmóti og sjá íslenska fánann fara á loft,“ segir Anton.

„Ól er það stærsta og manni dreymir um að ná Ólympíugulli. Vonandi gerist það 2021 en ef ekki þá bara 2024.“

Anton er eini Íslendingurinn sem hefur þegar tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann er búinn að ná lágmörkum fyrir keppni í 200 metra sundi og stefnir á að ná einnig að keppa í 100 metra sundi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Anton Sveinn Mckee

Tengdar fréttir

27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á ÓL í Tókýó 2021 en þeim gæti fjölgað þegar líður nær leikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×