Fyrsti Sunnlendingur ársins fæddist í Sigurkufli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. janúar 2021 17:50 Litla stúlkan er sjöunda barn móður sinnar og tíunda barn föðurs síns. Aðsend Fyrsti Sunnlendingur nýs árs fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi með hraði í nótt klukkan 03:44. Um er að ræða stúlku, sjöunda barna bændanna á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þau heita Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir. Stúlkan er tíunda barn Viðis. Hún vóg 3860 grömm og var 51 cm löng og fæddist í Sigurkufli á ganginum fyrir framan fæðingarstofuna. Systkin hennar eru; Veigar Þór (2006), Vikar Reyr (2008), Víðir Snær (2013), Viljar Breki (2014), Viðja Karin (2016) og Vopni Freyr (2018). Börn Víðis eru Natan Ögri (1993), Magnus Vigri (1995), Svandis Viðja (1998). Eydís Hrönn með fyrsta Sunnlending ársins 2021, sem kom í heiminn í nótt. Móður og barni heilsast vel.Aðsend Alls fæddust 47 börn á fæðingdeildinni á Selfossi á árinu 2020, átján stúlkur og tuttugu og níu drengir. Auk þess komu tvö börn inn á deildina, sem fæddust í heimahúsum. Hvað er Sigurkufl? Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu. Í bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson 3. útg. Rvk: 1961 stendur: "Lán eitt hið mesta er það að fæðast í sigurkufli. Sigurkufl er líknarbelgurinn utan um barnið kallaður, ef hann er heill og órifinn, og verður sá sem fæðist í honum fyrirtaks lánsmaður. Sigurkuflinn átti að hirða og sá sem í honum fæddist átti að geyma hann alla ævi, enda var hann til margra hluta kröftugur, sögðu sumir að ef menn beri hann á sér verði þeir skyggnir og enginn galdur vinni á þeim og hafi þeir sigur í hverju máli ." Ásahreppur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Um er að ræða stúlku, sjöunda barna bændanna á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þau heita Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir. Stúlkan er tíunda barn Viðis. Hún vóg 3860 grömm og var 51 cm löng og fæddist í Sigurkufli á ganginum fyrir framan fæðingarstofuna. Systkin hennar eru; Veigar Þór (2006), Vikar Reyr (2008), Víðir Snær (2013), Viljar Breki (2014), Viðja Karin (2016) og Vopni Freyr (2018). Börn Víðis eru Natan Ögri (1993), Magnus Vigri (1995), Svandis Viðja (1998). Eydís Hrönn með fyrsta Sunnlending ársins 2021, sem kom í heiminn í nótt. Móður og barni heilsast vel.Aðsend Alls fæddust 47 börn á fæðingdeildinni á Selfossi á árinu 2020, átján stúlkur og tuttugu og níu drengir. Auk þess komu tvö börn inn á deildina, sem fæddust í heimahúsum. Hvað er Sigurkufl? Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu. Í bókinni Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson 3. útg. Rvk: 1961 stendur: "Lán eitt hið mesta er það að fæðast í sigurkufli. Sigurkufl er líknarbelgurinn utan um barnið kallaður, ef hann er heill og órifinn, og verður sá sem fæðist í honum fyrirtaks lánsmaður. Sigurkuflinn átti að hirða og sá sem í honum fæddist átti að geyma hann alla ævi, enda var hann til margra hluta kröftugur, sögðu sumir að ef menn beri hann á sér verði þeir skyggnir og enginn galdur vinni á þeim og hafi þeir sigur í hverju máli ."
Ásahreppur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira