Viðskipti erlent

Viðskiptafrömuðurinn Jack Welch látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Jack Welch umbylti General Electric í forstjóratíð sinni á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Fjármálahluti fyrirtækisins sem hann stofnaði á sínum tíma sökkti því næstum því í fjármálakreppunni undir lok fyrsta áratugs þessarar aldar.
Jack Welch umbylti General Electric í forstjóratíð sinni á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Fjármálahluti fyrirtækisins sem hann stofnaði á sínum tíma sökkti því næstum því í fjármálakreppunni undir lok fyrsta áratugs þessarar aldar. AP/Richard Drew

Jack Welch, fyrrverandi forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Electric, er látinn, 84 ára að aldri. Eftir að Welch lét af störfum gerðist hann vinsæll fyrirlesari um stjórnunarmál.

GE staðfesti andlát Welch í dag. Hann varð einn þekktasti og virtasti fyrirtækjastjórnandi Bandaríkjanna á þeim tveimur áratugum sem hann var forstjóri og stjórnarformaður GE frá 1981 til 2001, að sögn AP-fréttastofunnar. 

Í tíð Welch varð GE verðmætasta fyrirtæki í heiminum og fimmfaldaði tekjur sínar. Hann breytti því úr framleiðanda heimilisvara og ljósapera í stórveldi í iðnaði og fjármálaþjónustu. Þúsundir starfsmanna misstu vinnuna í aðgerðum Welch, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Bækur um stjórnun sem Welch gaf út eftir að hann lét af störfum hjá GE toppuðu metsölulista. Hann hélt meðal annars fyrirlestur á Íslandi í boði Kaupþings og Baugs árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×