Telja sóttkví falla undir veikindarétt Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 14:22 Þurfi starfsfólk að fara í sóttkví vegna kórónuveiru eiga þeir rétt á veikindaleyfi, að mati verkalýðsfélaga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris. Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris.
Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43