Telja sóttkví falla undir veikindarétt Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 14:22 Þurfi starfsfólk að fara í sóttkví vegna kórónuveiru eiga þeir rétt á veikindaleyfi, að mati verkalýðsfélaga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris. Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris.
Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sjá meira
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43