Þeir sem böðuðu sig upp úr affalli Reykjanesvirkjunar böðuðu sig einnig upp úr affalli fiskeldisstöðvar Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:49 Fjöldi viðvörunarskilta er við affallið, sem voru hunsuð um liðna helgi. Einar Árnason Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“ Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“
Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira