Sex stór samgönguverkefni í einkaframkvæmd með gjaldtöku Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 19:20 Breiður stuðningur virðist vera við það á Alþingi að ráðast stórar vegaframkvæmdir í samvinnu við einkaaðila. Stöð 2/Sigurjón Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala. Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Sex stór samgönguverkefni verða boðin út á næstu mánuðum til einkaaðila nái frumvarp samgönguráðherra fram að ganga. Gjaldtöku á að ljúka inna þrjátíu ára þegar ríkið eignast samgöngumannvirkin líkt og Hvalfjarðargöng að loknum samningstíma. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpinu í dag en verkefnin eru á hringveginum norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá og hringveginum um Hornafjarðarfljót. Lagning Axarvegar fyrir austan, tvöföldun Hvalfjarðarganga, á hringveginum um Mýrdal og jarðgöng íReynisfjalli og að lokum lagning Sundabrautar. Stöð 2/HÞ Markmiðið sé að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum. „Þannig er áætlaðað samvinnuverkefni sem hér eru kynnt um vegaframkvæmdir geti skapað allt aðfjögur þúsund ársverk sem skiptast á milli hönnunar í hátæknistörfum og verktökum á framkvæmdatíma. Fyrir utan þau störf sem leiða af slíkri starfsemi," segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra segir notendur alltaf hafa hag að samgöngubótunum vegna styttri veglalengda og minni eldsneytisnotkunar. Þeir geti líka valið að fara aðra leið án gjaldtöku.Stöð 2/Sigurjón Horft væri til fyrirkomulags viðbyggingu og rekstur Hvalfjarðaganga sem að þrjátíu árum liðnum urðu eign ríkisins. Þingflokksformaður Viðreisnar fagnaði frumvarpinu en spurði hvers vegna þessi verkefni hefðu veriðvalin. Ráðherra sagði þau tilbúin til útboðs og Alþingi gæiti síðar bætt öðrum verkefnum við. Þingmaður Flokks fólksins segir hlutfallslega ódýrara verða fyrir vel launað fólk að aka um samgöngumannvirki í einkaframkvæmd en þá sem hafa lægstu launin.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins lýsti áhyggjum af veggjöldum sem kæmu misjafnlega niður á fólki. „Einstaklingur sem keyrir þennan veg og hann er með300 þúsund króna laun borgar þrjúþúsund kall. Svo kemur annar og keyrir um sama veginn. Hann borgar líka þrjúþúsund kall en hann er kannski meðmilljón í laun. Þannig að í sjálfu sér er hann að borga mun, mun minna hlutfallslega af sínum tekjum," sagði Guðmundur Ingi. Samgönguráðherra lagði áherslu á að notendur hefðu alltaf val um leiðir. „Ávinningurinn verður alltaf notandans. Af því að ellegar getur hann keyrt hina leiðina. Það er val um aðra leið. Hún verður bara dýrari að aka vegna þess að það tekur lengri tíma. Hann eyðir meira bensíni vegna þess að hann kemst aðra öruggari leið, styttri og með minni tilkostnaði," sagði samgönguráðherra. Helga Vala Helgadóttir leggur áherslu á að einkaframkvæmd í byggingu samgöngumannvirkja fari til óhagnaðardrifinna félaga.Stöð 2/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði áherslu á að verkefnin færu til óhagnaðardrifinna félaga og fagnaði því að ríkisstjórnin vildi fjárfesta í innviðum. „Það veitir ekki af. Löngu tímabært víða um land og við eigum að sjálfsögðu að bretta upp ermar hvað það varðar, ekki síst núna," sagði Helga Vala.
Vegtollar Samgöngur Alþingi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira