Kona fær aðgang að lífsýni úr bónda sem hún telur vera föður sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 12:01 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun apríl. Vísir/Vilhelm Íslensk kona á sjötugsaldri mun fá aðgang að lífsýni bónda nokkurs sem lést fyrir tæplega fjörutíu árum í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort bóndinn sé kynfaðir hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem konan höfðaði gegn Lífsýnasafni Landspítalans þar sem hún krafðist þess að fá aðgang að lífsýni mannsins sem hún telur vera föður sinn. Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í byrjun apríl, kemur fram að konan hafi verið ættleidd þegar hún var nokkurra daga gömul. Kynmóður sína hitti hún aðeins nokkrum sinnum og kynföður sinn aldrei. Var konan 21 árs þegar móðir hennar lést árið 1978 og 25 ára gömul þegar maðurinn, sem hún telur föður sinn, lést. Móðirin var ráðskona á bóndabæ mannsins. Hann giftist aldrei og er ekki talinn hafa eignast börn. Hins vegar var móðirin barnshafandi á þeim tíma sem hún var ráðskona hjá bóndanum. Mikil líkindi með bóndanum og konunni sem telur sig vera dóttur hans Byggði konan meðal annars á því fyrir dómi að þeir sem þekktu til hefðu talið víst að bóndinn væri faðir barnsins sem ráðskonan fæddi og gaf svo frá sér. Hans væri þó ekki getið á fæðingarvottorði konunnar og faðerni þar yfir höfuð ekki skráð. Í dómnum kemur fram að hún hafi haft samband við systkini bóndans og afkomendur þeirra. Þau telji öll miklar líkur á því að hún sé dóttir mannsins. Ekki aðeins hafi móðir hennar búið á bænum á þessum tíma og verið þar ráðskona heldur séu einnig mikil líkindi með konunni og bóndanum, eins og sjá megi á ljósmyndum. Hafi eftirlifandi systkini öll lýst sig samþykk því að erfðafræðileg rannsókn fari fram á því hvort að konan sé líffræðileg dóttir bróður þeirra. Í fyrstu leitaði konan til vísindasiðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins en nefndin vísaði málinu frá á þeim grundvelli að ekki væri um vísindarannsókn að ræða. Þá leitaði konan til Persónuverndar en stofnunin taldi að málið félli utan leyfissviðs hennar. Ætti ekki líða fyrir þá vanrækslu og lögbrot að faðernið var ekki skráð Konan sá sér því ekki annað fært en að höfða mál og byggði meðal annars á lögum frá árinu 1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Í lögunum kemur fram að það séu hagsmunir barnsins sem og opinberra yfirvalda að kynfaðir sé rétt skráður. Konunni væri ekki kunnugt um hvers vegna faðerni hennar hefði ekki verið skráð við fæðingu hennar en fyrir þá vanrækslu og lögbrot ætti hún ekki að þurfa að líða og vera þannig í óvissu um hver væri kynfaðir hennar. Hagsmunir hennar af því að vita hver væri kynfaðir hennar væru miklir. Lífsýnasafn Landspítalans mótmælti kröfu konunnar. Byggði safnið annars vegar á því að ekki væru lagaskilyrði til að verða við kröfunni og hins vegar á því að konan hefði ekki sýnt fram á líkur til þess að hún væri dóttir bóndans. Lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður bóndans Konan brást við því síðarnefnda og lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður meints kynföður. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu líkur að því að sá sem gaf lífsýnið væri föðurbróðir konunnar. Taldi dómurinn að með rannsókninni hefði konan leitt nægar líkur að því að bóndinn kynni að vera kynfaðir hennar. Þar með væru komin fram næg rök til þess að verða við kröfu hennar á hendur Lífsýnasafninu og gerði dómurinn það. Á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðukafla dómsins er að konan hafi enga þörf fyrir að stofna til lagalegra tengsla við manninn sem hún telur vera föður sinn. Þá hafi hún heldur enga þörf fyrir að rjúfa lagatengsl við kjörföður sinn, sem lést fyrir níu árum, en annaðist hana frá því hún var nýfædd. „Málshöfðun hennar er sprottin af þeirri grunnþörf mannsins að þekkja uppruna sinn. Þessi grunnþörf og réttur til upplýsinga, í reynd um sjálfan mann, hefur verið viðurkennd í lögum,“ segir í dómi héraðsdóms sem lesa má í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Íslensk kona á sjötugsaldri mun fá aðgang að lífsýni bónda nokkurs sem lést fyrir tæplega fjörutíu árum í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort bóndinn sé kynfaðir hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem konan höfðaði gegn Lífsýnasafni Landspítalans þar sem hún krafðist þess að fá aðgang að lífsýni mannsins sem hún telur vera föður sinn. Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í byrjun apríl, kemur fram að konan hafi verið ættleidd þegar hún var nokkurra daga gömul. Kynmóður sína hitti hún aðeins nokkrum sinnum og kynföður sinn aldrei. Var konan 21 árs þegar móðir hennar lést árið 1978 og 25 ára gömul þegar maðurinn, sem hún telur föður sinn, lést. Móðirin var ráðskona á bóndabæ mannsins. Hann giftist aldrei og er ekki talinn hafa eignast börn. Hins vegar var móðirin barnshafandi á þeim tíma sem hún var ráðskona hjá bóndanum. Mikil líkindi með bóndanum og konunni sem telur sig vera dóttur hans Byggði konan meðal annars á því fyrir dómi að þeir sem þekktu til hefðu talið víst að bóndinn væri faðir barnsins sem ráðskonan fæddi og gaf svo frá sér. Hans væri þó ekki getið á fæðingarvottorði konunnar og faðerni þar yfir höfuð ekki skráð. Í dómnum kemur fram að hún hafi haft samband við systkini bóndans og afkomendur þeirra. Þau telji öll miklar líkur á því að hún sé dóttir mannsins. Ekki aðeins hafi móðir hennar búið á bænum á þessum tíma og verið þar ráðskona heldur séu einnig mikil líkindi með konunni og bóndanum, eins og sjá megi á ljósmyndum. Hafi eftirlifandi systkini öll lýst sig samþykk því að erfðafræðileg rannsókn fari fram á því hvort að konan sé líffræðileg dóttir bróður þeirra. Í fyrstu leitaði konan til vísindasiðanefndar Háskóla Íslands vegna málsins en nefndin vísaði málinu frá á þeim grundvelli að ekki væri um vísindarannsókn að ræða. Þá leitaði konan til Persónuverndar en stofnunin taldi að málið félli utan leyfissviðs hennar. Ætti ekki líða fyrir þá vanrækslu og lögbrot að faðernið var ekki skráð Konan sá sér því ekki annað fært en að höfða mál og byggði meðal annars á lögum frá árinu 1921 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Í lögunum kemur fram að það séu hagsmunir barnsins sem og opinberra yfirvalda að kynfaðir sé rétt skráður. Konunni væri ekki kunnugt um hvers vegna faðerni hennar hefði ekki verið skráð við fæðingu hennar en fyrir þá vanrækslu og lögbrot ætti hún ekki að þurfa að líða og vera þannig í óvissu um hver væri kynfaðir hennar. Hagsmunir hennar af því að vita hver væri kynfaðir hennar væru miklir. Lífsýnasafn Landspítalans mótmælti kröfu konunnar. Byggði safnið annars vegar á því að ekki væru lagaskilyrði til að verða við kröfunni og hins vegar á því að konan hefði ekki sýnt fram á líkur til þess að hún væri dóttir bóndans. Lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður bóndans Konan brást við því síðarnefnda og lét rannsaka hvort hún væri skyld bróður meints kynföður. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu líkur að því að sá sem gaf lífsýnið væri föðurbróðir konunnar. Taldi dómurinn að með rannsókninni hefði konan leitt nægar líkur að því að bóndinn kynni að vera kynfaðir hennar. Þar með væru komin fram næg rök til þess að verða við kröfu hennar á hendur Lífsýnasafninu og gerði dómurinn það. Á meðal þess sem fram kemur í niðurstöðukafla dómsins er að konan hafi enga þörf fyrir að stofna til lagalegra tengsla við manninn sem hún telur vera föður sinn. Þá hafi hún heldur enga þörf fyrir að rjúfa lagatengsl við kjörföður sinn, sem lést fyrir níu árum, en annaðist hana frá því hún var nýfædd. „Málshöfðun hennar er sprottin af þeirri grunnþörf mannsins að þekkja uppruna sinn. Þessi grunnþörf og réttur til upplýsinga, í reynd um sjálfan mann, hefur verið viðurkennd í lögum,“ segir í dómi héraðsdóms sem lesa má í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira