Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2020 11:19 Forsætisráðherra segir að ef staða ríkissjóðs kalli eftir því gæti þurft að endurskoða laun allra æðstu embættismanna, ekki bara þingmanna og ráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir erfitt að finna aðferð til að hækka laun kjörinni fulltrúa. Þótt launahækkun sem var frestað í fyrra hafi tekið gildi hinn fyrsta janúar hafi hækkun sem koma átti til framkvæmda í júlí næst komandi verið frestað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í launahækkun þingmanna og ráðherra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Launahækkunin átti að taka gildi í júní í fyrra en var frestað til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Launaskrifstofa Alþingis gleymdi hins vegar hækkuninni og kom hún því ekki til framkvæmda fyrr en um síðustu mánaðamót og var þá afturvirk frá 1. janúar. „Það er mjög erfitt að finna leið til að ákvarða laun kjkörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Árið 2016 felldi kjararáð frægan úrskurð um fjörtíu prósenta hækkun launa þingmanna. Þið munið nú eftir því. Það var auðvitað gríðarlega umdeildur úrskurður. Og þessi launahækkun sem núna um ræðir sem tók gildi 1. janúar er fyrsta launahækkunin í kjölfar þess úrskurðar. En það var algerlega nauðsynlegt að mínu viti þegar þessi ríkisstjórn tók við að við myndum endurskoða þetta fyrirkomulag. Og við lögðum niður kjararáð,” sagði Katrín. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um síðustu áramót en hækkun í júlí kemur ekki til framkvæmda til þeirra. Hins vegar fá aðrir æðstu embættismenn báðar hækkanirnar.Vísir/Vilhelm Þaðan í frá skyldu laun allra æðstu embættismanna ráðast einu sinni á ári til hækkunar eða lækknunar út frá launaþróun á opinberum vinnumarkaði. „Það var gert til að við yrðum aldrei leiðandi í launaþróun. Að við myndum einfaldlega fylgja opinbera markaðnum sem fylgir almanna vinnumarkaðnum. Þetta er það sem önnur Norðurlönd hafa gert,” sagði forsætisráðherra. Það sé ekki gott að þessar ákvarðanir séu teknar á pólitískum vettvangi. Vegna stöðunnar nú hafi þó verið ákveðið að fresta launahækkun þingmanna og ráðherra sem átti að koma til framkvæmda hinn 1. júlí næst komandi og það geti vel verið að frekari ákvarðanir verði teknar. „Hins vegar þarf það að vera svo ef staða ríkisfjármála kallar á; þá hef ég sagt að við þurfum að taka til skoðunar ekki bara laun þingmanna, heldur laun allra toppanna hjá ríkinu,” sagði Katrín. Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur hófst á hádegi þar sem einnig er krafist launahækkana. Katrín sagðist skilja vel að nemendur og foreldrar í þeim sveitarfélögum séu ósátt við stöðuna eftir takmarkað skólahald að undanförnu. „En það breytir því ekki að verkfallsrétturinn er mjög mikilvægur í okkar samfélagi. Fólk hefur rétt á að berjast fyrir sínum kjörum,” sagði forsætisráðherra. Hún hvatti jafnframt viðsemjendur til að setjast niður og ná samningum. Þetta væri gríðarlegt álag fyrir börnin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. 5. maí 2020 10:58 Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5. maí 2020 10:01 Verkfall á hádegi Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag 5. maí 2020 07:41 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forsætisráðherra segir erfitt að finna aðferð til að hækka laun kjörinni fulltrúa. Þótt launahækkun sem var frestað í fyrra hafi tekið gildi hinn fyrsta janúar hafi hækkun sem koma átti til framkvæmda í júlí næst komandi verið frestað. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð út í launahækkun þingmanna og ráðherra í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Launahækkunin átti að taka gildi í júní í fyrra en var frestað til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Launaskrifstofa Alþingis gleymdi hins vegar hækkuninni og kom hún því ekki til framkvæmda fyrr en um síðustu mánaðamót og var þá afturvirk frá 1. janúar. „Það er mjög erfitt að finna leið til að ákvarða laun kjkörinna fulltrúa og æðstu embættismanna. Árið 2016 felldi kjararáð frægan úrskurð um fjörtíu prósenta hækkun launa þingmanna. Þið munið nú eftir því. Það var auðvitað gríðarlega umdeildur úrskurður. Og þessi launahækkun sem núna um ræðir sem tók gildi 1. janúar er fyrsta launahækkunin í kjölfar þess úrskurðar. En það var algerlega nauðsynlegt að mínu viti þegar þessi ríkisstjórn tók við að við myndum endurskoða þetta fyrirkomulag. Og við lögðum niður kjararáð,” sagði Katrín. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um síðustu áramót en hækkun í júlí kemur ekki til framkvæmda til þeirra. Hins vegar fá aðrir æðstu embættismenn báðar hækkanirnar.Vísir/Vilhelm Þaðan í frá skyldu laun allra æðstu embættismanna ráðast einu sinni á ári til hækkunar eða lækknunar út frá launaþróun á opinberum vinnumarkaði. „Það var gert til að við yrðum aldrei leiðandi í launaþróun. Að við myndum einfaldlega fylgja opinbera markaðnum sem fylgir almanna vinnumarkaðnum. Þetta er það sem önnur Norðurlönd hafa gert,” sagði forsætisráðherra. Það sé ekki gott að þessar ákvarðanir séu teknar á pólitískum vettvangi. Vegna stöðunnar nú hafi þó verið ákveðið að fresta launahækkun þingmanna og ráðherra sem átti að koma til framkvæmda hinn 1. júlí næst komandi og það geti vel verið að frekari ákvarðanir verði teknar. „Hins vegar þarf það að vera svo ef staða ríkisfjármála kallar á; þá hef ég sagt að við þurfum að taka til skoðunar ekki bara laun þingmanna, heldur laun allra toppanna hjá ríkinu,” sagði Katrín. Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum utan Reykjavíkur hófst á hádegi þar sem einnig er krafist launahækkana. Katrín sagðist skilja vel að nemendur og foreldrar í þeim sveitarfélögum séu ósátt við stöðuna eftir takmarkað skólahald að undanförnu. „En það breytir því ekki að verkfallsrétturinn er mjög mikilvægur í okkar samfélagi. Fólk hefur rétt á að berjast fyrir sínum kjörum,” sagði forsætisráðherra. Hún hvatti jafnframt viðsemjendur til að setjast niður og ná samningum. Þetta væri gríðarlegt álag fyrir börnin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Verkföll 2020 Kjaramál Tengdar fréttir Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. 5. maí 2020 10:58 Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5. maí 2020 10:01 Verkfall á hádegi Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag 5. maí 2020 07:41 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Spyr hvort hagsmunir launþega séu að sitja heima frekar en að vera í vinnunni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir formann Alþýðusambands Íslands skorta framtíðarsýn þegar komi að umræðunni hvort fyrirtæki, sem leiti til ríkisins varðandi greiðslur til launþega á uppsagnafresti, láti starfsfólk sitt vinna út uppsagnafrestinn. Á fimmta þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsagnahrinu í lok apríl. 5. maí 2020 10:58
Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5. maí 2020 10:01
Verkfall á hádegi Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag 5. maí 2020 07:41
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda