Gary Neville búinn að ákveða hvernig hann ætlar að stríða Liverpool mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:00 Gary Neville kveið fyrir stundinni þegar Liverpool yrði aftur enskur meistari en á miklu auðveldara með að sætta sig við það undir núverandi kringumstæðum. Samsett/Getty Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira
Gary Neville er ekki bara einn vinsælasti knattspyrnuspekingur Englendinga því hann er einnig harðari stuðningsmaður Manchester United en flestir. Fátt gleður meira United menn en einmitt einhvers konar ófarir Liverpool. Liverpool liðið var með 25 stiga forystu og aðeins tveimur sigrum frá fyrsta Englandsmeistaratitlinum í þrjátíu ár þegar enska úrvalsdeildina var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var því enginn vafi um það hvaða lið var að fara að verða enskur meistari eða þar til að COVID-19 tók yfir heiminn og allt breyttist á augabragði. Síðustu vikur hefur enska úrvalsdeildin unnið markvisst af því að reyna að finna leiðir til að klára tímabilið. Á sama tíma hafa sumar deildir, eins og Frakkland, gefist upp og afskrifað tímabilið. Man Utd icon Gary Neville details plan to mock Liverpool amid title uncertaintyhttps://t.co/kzbWiXGo7p pic.twitter.com/YAOokmumHC— Mirror Football (@MirrorFootball) May 4, 2020 „Það væri fáránlegt að gefa Liverpool ekki deildina. Hins vegar þegar við lítum á botn deildarinnar þá tel ég að það væri jafn fáránlegt að fella lið þegar þetta er svona jafnt þar,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. „Ég sé að sumar deildir hafa krýnt lið meistara og aðrar hafa bara þurrkað út allt tímabilið. Ég held að það komi ekki til greina hjá deild eins og ensku úrvalsdeildinni að stroka út tímabilið,“ sagði Neville. Neville hefur ekkert farið leynt með það að honum hefur ekki hlakkað til þeirrar stundar þegar Liverpool verður aftur enskur meistari. Hann var sem dæmi fljótur til að fagna því þegar Liverpool tapaði fyrsta leiknum á móti Watford og birti þá myndband af sér að opna kampavínsflösku. Nú hefur Gary Neville sagt frá því sem hann ætlar sér að gera til að stríða Liverpool mönnum og gera lítið úr 2019-20 titlinum þeirra. Gary Neville says he'll wear asterisk t-shirt if Liverpool are handed the Premier League titlehttps://t.co/2crnn2Wizk pic.twitter.com/ff2ociVLUe— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 4, 2020 „Ég myndi nú ekki yfirgefa landið þótt að Liverpool vinni deildina. Það er ekki eins sárt að sjá þá vinna titilinn svona, án áhorfenda í stúkunni og án þess að ég sé þar,“ sagði Gary Neville. „Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig bol með þessum stjörnumerkta titli eða jafnvel vera með stjörnumerkt barmmerki þegar ég er á Sky á næsta tímabili,“ sagði Neville. „Þeir eiga skilið að vinna ensku deildina því þeir eru með besta liðið. Ég held að réttilega muni þeir fá þennan titil án endanum og þá sín verðlaun. Það mun samt ekki koma í veg fyrir það að við munum stríða þeim á þessu næstu tuttugu árin,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Sjá meira