Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:15 Þýskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast frá Nýja-Sjálandi í byrjun apríl þegar faraldurinn var í hámarki í landinu. Kai Schwoerer/Getty Images Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum. Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira
Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum.
Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Sjá meira