Innlent

Lýstu upp Perluna til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki

Andri Eysteinsson skrifar
Þetta blasti við höfuðborgarbúum á miðnætti.
Þetta blasti við höfuðborgarbúum á miðnætti. Ragnar Th. Sigurðsson

Höfuðborgarbúar voru hvattir til að líta upp á miðnætti í gærkvöldi,  þegar risakastarar vörpuðu þakklætissúlum fyrir heilbrigðisstarfsmenn til himins. 

Brynja Dan Gunnarsdóttir og Axel Ingi Ólafsson stóðu að sýningunni og nutu aðstoðar Luxor og Gunnars Gunnarssonar hjá Perlunni.

Perlan var lýst upp til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki. Ragnar Th. Sigurðsson

Herlegheitin má sjá í myndbandinu hér að neðan en Ragnar Th. Sigurðsson tók myndir af þakklætissúlunum sem lýstu upp Perluna.

Klippa: Lýstu upp Perluna til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki

Ljósin sköpuðu meðal annars eins konar geislabaug yfir Perlunni og var markmiðið að þakka starfsfólki Landspítalans og öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir ómælda erfiðisvinnu undanfarna mánuði.

Hér má sjá herlegheitin að ofan. Ragnar Th. Sigurðsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×