Hver á að vera næsti landsliðsfyrirliði? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 10:00 Guðjón Valur Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni eftir Ólympíuleikana 2012 og bar það næstu átta árin. vísir/epa Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Sem kunnugt er lagði Guðjón Valur Sigurðsson handboltaskóna á hilluna í síðustu viku. Hann lék með íslenska landsliðinu í 21 ár og var fyrirliði þess á árunum 2012-20. Guðmundur Guðmundsson þarf því að finna nýjan fyrirliða fyrir íslenska landsliðið. Að mati þeirra álitsgjafa sem Vísir leitaði til er Aron Pálmarsson langlíklegastur til að taka við fyrirliðabandinu af Guðjóni Val. Hann býr yfir mikilli reynslu, er besti leikmaður íslenska liðsins og var fyrirliði þegar Guðjón Valur var fjarri góðu gamni, eins og á HM í Þýskalandi og Danmörku í fyrra. Ýmir Örn Gíslason var einnig nefndur sem mögulegur kostur sem og Elvar Örn Jónsson. Þeir eru jafnaldrar, fæddir 1997, og léku saman í miðri vörn Íslands á EM í janúar. Hér fyrir neðan má sjá hvað álitsgjafar Vísis höfðu um það að segja hver verði næsti fyrirliði landsliðsins. Arnar Pétursson „Aron Pálmarsson. Einn af bestu handboltamönnum í heimi, hefur verið í bestu félagsliðum heims, með bestu leikmönnum í heimi og með bestu þjálfarana. Hann veit algjörlega út á hvað þetta gengur og hvað þarf til. Frábær á báðum endum vallarins og er á besta aldri. Ég ber þá von í brjósti að það að gera Aron að fyrirliða myndi lyfta hans leik enn frekar og gera hann að þeim leiðtoga sem við höfum aðeins beðið eftir. Mig dreymir það að sjá Aron leiða liðið næstu árin og alla leið til verðlauna á stórmóti og vona innilega að hann dreymi það líka. „Elvar Örn Jónsson er einnig kostur. Hann á að minnsta kosti tíu góð ár eftir með landsliðinu og er draumaleikmaður sérhvers þjálfara. Fyrirmyndardrengur á allan hátt. Selfyssingar verða fjölmennir í liðinu næstu árin og þeir myndu alltaf bakka upp sinn mann sama hvað.“ Guðjón Guðmundsson „Aron Pálmarsson kemur fyrst upp í hugann og það er eðlilegast að hann taki við af Guðjóni Val. Hinn möguleikinn í stöðunni er að Ýmir Örn Gíslason verði fyrirliði. Hann myndi höndla það mjög vel. Hann er ungur, sannkallaður baráttujaxl, foringi á velli og samviskusamur. Hann er skólabókardæmi um mann sem kemur sér í eitt besta lið Evrópu með gríðarlegri vinnu, metnaði og vilja.“ Ágúst Jóhannsson „Ég held að Aron Pálmarsson verði klárlega næsti fyrirliði Íslands. Það liggur beinast við. Hann hefur verið varafyrirliði, er á góðum aldri og er mjög reyndur. Um leið er hann okkar besti leikmaður. Hann er leiðtogi og mun örugglega stíga enn meira upp sem fyrirliði. Hann er kjörinn í þetta.“ Jóhann Gunnar Einarsson „Fyrir mér er það Aron Pálmarsson. Sá eini sem er öruggur með sæti sitt í liðinu sem getur dregið vagninn. Aron á kannski 4-6 góð ár eftir og væri fínt fyrir hann að koma mönnum eins og Hauki [Þrastarsyni] og Elvari vel inn í þetta. Aukin ábyrgð getur dregið það besta fram hjá mönnum og Aron getur notað þetta sem kaflaskil á sínum ferli þegar hann mun draga vagninn á næstu árum.“ Langlíklegast er að Aron Pálmarsson verði næsti fyrirliði íslenska landsliðsins.vísir/getty
Handbolti Íslenski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira