Rýrnun jökla á Íslandi í fyrra ein sú mesta sem mælst hefur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 14:05 Breytingar á jaðri Breiðamerkurjökuls frá lokum 19. aldar. Veðurstofa Íslands Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér. Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Á síðasta ári rýrnuðu jöklar hér á landi um 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands þar sem vakin er athygli á nýju fréttabréfi verkefnisins Hörfandi jöklar. Rýrnun jökla er mæld í vatnsgildi, það er dýpi vatnslags sem dreift væri yfir svæði sem er jafnstórt yfirborði jökulsins sem mælt, en rýrnun íslenskra jökla var að meðaltali um það bil 1 m vatns á ári á árunum 1997 til 2010. „Eftir 2010 hafa komið köld og blaut sumur inn á milli, þannig að meðalrýrnun áranna 2011–2018 var ekki nema þriðjungur til helmingur þess sem verið hafði í rúman áratug þar á undan. Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur,“ segir á vef Veðurstofunnar. Íslenskir jöklar hafa þannig hopað hratt síðustu 25 árin eða svo og er rýrnum þeirra einhver helsta afleiðing og skýrasti vitnisburðurinn hér á landi um hlýnandi loftslag. „Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Á árinu 2019 hopuðu jökulsporðar víða um tugi metra,“ segir á vef Veðurstofunnar. Breiðarmerkurjökull hörfar hraðast Í fréttabréfinu segir að af þeim jöklum sem mældir voru af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands hopuðu Hagafellsjökull eystri í Langjökli og Síðujökull og Tungnárjökull í Vatnajökli mest eða um 150 m. Hraðast hörfar Breiðamerkurjökull þar sem hann gengur fram í Jökulsárlón þar sem brotnar síðan af honum og ísstykkin fljóta upp, milli 150 og 400 m á síðasta ári. Þá hefur Hoffellsjökull í Hornafirði rýrnað mikið síðan hann náði hámarksútbreiðslu undir lok 19. aldar. Segir í fréttabréfinu að umhverfi jökulsins bjóði „upp á einstætt tækifæri til þess að skoða ummerki jökulhörfunar frá hámarki litlu ísaldar. Hörfun jökulsins hefur leitt til myndunar lóns við sporðinn sem hefur stækkað hratt síðan um aldamótin 2000. Flatarmál Hoffellsjökuls hefur minnkað um tæplega 40 km2 síðan um aldamótin 1900 og um rúmlega 0.5 km2 á ári að meðaltali síðustu árin.“ Nánar má lesa um málið í fréttabréfinu sem nálgast má hér.
Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira