Lífið

Upp­á­halds kvik­myndir Björns Braga sem hefur aldrei séð Dis­ney­mynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bragi segist hafa séð nánast allar kvikmyndir sem komu út á tíunda áratuginum. 
Björn Bragi segist hafa séð nánast allar kvikmyndir sem komu út á tíunda áratuginum. 

Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarson var gestur Ásgeirs Kolbeinssonar í Sjáðu á laugardagskvöldið á Stöð 2.

Þar sagði hann frá sínum uppáhaldsmyndum og fór yfir víðan völl í þættinum. Síðustu gestir Ásgeirs voru þeir Logi Bergmann og Egill Einarsson.

Björn Bragi er mjög hrifinn af Waynes World myndunum í grínmyndaflokknum og það sama má segja um kvikmyndina Office Space.

Þegar Björn rifjar upp uppáhalds dramatísku myndirnar kom fyrst upp í hugann Moonlight, Whiplash og fleiri.

Þegar kemur að teiknimyndum var Björn í vandræðum þar sem hann hefur aldrei horft á teiknimyndir síðan hann var um það bil sjö ára. Hann hefur t.d. aldrei séð Disneymynd.

Í flokknum spennumyndir er Björn Bragi hrifinn af Die Hard myndunum, True Lies, The Departed, nýrri Batmann myndir og fleiri.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×