Lægsta gengi hlutabréfa Icelandair frá upphafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 10:45 Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hrapað í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pítsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf