Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már Friðriksson fór til Borås frá Njarðvík síðasta sumar og sló í gegn í Svíþjóð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
„Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum