Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 19:30 Sebastian ætlar sér með Fram í úrslitakeppnina að ári. Vísir/Fram Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30
Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49
Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn