Forveri Ólafs í starfi tilkynnti honum um titilinn: „Engan veginn viss þegar það var flautað af“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 15:00 Það tók Ólaf smástund að ná áttum en svo fagnaði hann vel og lengi með lærisveinum sínum enda Breiðablik að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í karlaflokki, og þann eina enn í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Ólafur rifjaði Íslandsmeistaraárið upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Þeir skoðuðu svipmyndir frá leik Blika við Stjörnuna í Garðabæ í lokaumferð Íslandsmótsins, en markalaust jafntefli dugði Blikum til að enda fyrir ofan FH á markatölu og tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem tapaði í Keflavík. Það leið smástund þar til að Ólafur leyfði sér að fagna titlinum og raunar var það forveri hans í starfi hjá Breiðabliki, Bjarni Jóhannsson sem þarna stýrði Stjörnunni, sem lét Ólaf vita að titillinn væri í höfn. „Ég get sagt þér núna hvað fór á milli mín og Bjarna. Ég labba þarna eins og í einhverri leiðslu og það var ekki gleði að sjá á svip þessa þjálfara. Það var ekki vegna þess að það væri ekki gleði. Ég var bara ekki búinn að meðtaka þetta. Ég labbaði að fjórða dómaranum og einhverjum Stjörnumönnum, og svo segir Bjarni „til hamingju“, og ég svara „er þetta búið? Eru hinir leikirnir búnir?“ Hann staðfestir það og þá fer þetta svona að síast inn að þetta sé komið,“ sagði Ólafur. „Ég var engan veginn viss þegar það var flautað af. Þetta var svakalega erfiður leikur, því maður var í þessari glímu um það hve miklu ætti að hætta til að fá sigurinn gegn því að maður gæti fengið mark í andlitið. Ég heyrði aðeins af því sem var að gerast í öðrum leikjum en þrátt fyrir það þá var maður ekki í rónni. Þetta minnti á Evrópuleik þar sem maður getur spilað upp á ákveðin úrslit. Þar sem 0-0 eru bara ágætis úrslit. Við höfðum unnið Stjörnuna 4-0 á heimavelli og Stjarnan ætlaði ekkert að fara að láta Breiðablik fara að fagna Íslandsmeistaratitli á Stjörnuvellinum,“ sagði Ólafur. Breitt bros hafði færst yfir andlit þjálfarans þegar lærisveinar hans tóku sig til og tolleruðu hann í fagnaðarlátunum, eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um lokaumferð Íslandsmeistaraársins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00 Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00 Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
„Þetta voru mjög erfiðar 90 mínútur,“ sagði þjálfarinn Ólafur Kristjánsson þegar hann rifjaði upp lokahnykkinn í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta karla árið 2010, þeim fyrsta og eina í sögu liðsins. Ólafur rifjaði Íslandsmeistaraárið upp með Gumma Ben í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport. Þeir skoðuðu svipmyndir frá leik Blika við Stjörnuna í Garðabæ í lokaumferð Íslandsmótsins, en markalaust jafntefli dugði Blikum til að enda fyrir ofan FH á markatölu og tveimur stigum fyrir ofan ÍBV sem tapaði í Keflavík. Það leið smástund þar til að Ólafur leyfði sér að fagna titlinum og raunar var það forveri hans í starfi hjá Breiðabliki, Bjarni Jóhannsson sem þarna stýrði Stjörnunni, sem lét Ólaf vita að titillinn væri í höfn. „Ég get sagt þér núna hvað fór á milli mín og Bjarna. Ég labba þarna eins og í einhverri leiðslu og það var ekki gleði að sjá á svip þessa þjálfara. Það var ekki vegna þess að það væri ekki gleði. Ég var bara ekki búinn að meðtaka þetta. Ég labbaði að fjórða dómaranum og einhverjum Stjörnumönnum, og svo segir Bjarni „til hamingju“, og ég svara „er þetta búið? Eru hinir leikirnir búnir?“ Hann staðfestir það og þá fer þetta svona að síast inn að þetta sé komið,“ sagði Ólafur. „Ég var engan veginn viss þegar það var flautað af. Þetta var svakalega erfiður leikur, því maður var í þessari glímu um það hve miklu ætti að hætta til að fá sigurinn gegn því að maður gæti fengið mark í andlitið. Ég heyrði aðeins af því sem var að gerast í öðrum leikjum en þrátt fyrir það þá var maður ekki í rónni. Þetta minnti á Evrópuleik þar sem maður getur spilað upp á ákveðin úrslit. Þar sem 0-0 eru bara ágætis úrslit. Við höfðum unnið Stjörnuna 4-0 á heimavelli og Stjarnan ætlaði ekkert að fara að láta Breiðablik fara að fagna Íslandsmeistaratitli á Stjörnuvellinum,“ sagði Ólafur. Breitt bros hafði færst yfir andlit þjálfarans þegar lærisveinar hans tóku sig til og tolleruðu hann í fagnaðarlátunum, eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um lokaumferð Íslandsmeistaraársins Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Tengdar fréttir „Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00 Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00 Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
„Þegar kemur að leikdegi þá er hann eins og óvinur þinn og kemst undir húðina á mönnum“ Ólafur Kristjánsson þjálfari FH og fyrrum þjálfari meðal annars Breiðabliks segir að Þorvaldur Örlygsson sé afskaplega klókur þjálfari sem les leikinn vel. Hann segir einnig að Þorvaldur sé algjör refur. 1. maí 2020 22:00
Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 1. maí 2020 18:00
Rekinn hefði hann ekki unnið bikarinn 2009: „Reykmettuðu bakherbergin í Kópavogi“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í dag og fyrrum þjálfari Breiðabliks, segir að hefði hann ekki stýrt Blikum til bikarmeistaratitils árið 2009 hefði hann verið rekinn hjá félaginu. 1. maí 2020 15:00