Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum.
Sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðar á grásleppu á miðnætti. Ástæðan er að fyrirséð er að veiðarnar muni fljótlega nálgast ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að heildarafli á þessu fiskveiðiári verði ekki meiri en 4.646 tonn.
Smábátaeigendur á Akranesi voru afar ósáttir með stöðvunina í fréttum okkar í gær og í morgun sigldu bátar út til að ná upp veiðarfærum.
Guðmundur Páll Jónsson stjórnarmaður í félagi smábátaeigenda á Akranesi segir þetta fordæmalausa aðgerð.
„Staðan er ekki góð. Ráðherra tekur á fimmtudag um stöðvunina sem er alltof skammur fyrirvari. Eðli málsins er að menn geta verið með net uppá 7,5 kílómetra í sjó. Það tekur tíma að ná þessum veiðafærum og afla upp og það er háð veðri, fjárlægðum. Nú eru bátar á akranesi að sækja sín síðust net eru þeir þá ólöglegir. Hvernig ætlar ráðherra að standa frammi fyrir því?, segir Guðmundur.
Hann segir skiljanlegt að fara þurfi að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar en gerir athugasemdir við útfærsluna.
„Ef einhver á að hafa skilning á hvernig og yfirsýn yfir hvernig þetta kemur við þessar útgerðir er það sjávarútvegsráðherra. Það að þeir séu orðnir ólöglegir núna er ótrúlegt. Það á ekki af okkur Skagamönnum að ganga varðandi þróun sjávarútvegsmála. Loksins þegar vertíð lifnar hér við Faxaflóa í Grásleppu eru veiðar stöðvaðar með alltof stuttum fyrirvara. Það er ótrúlegt að ráðherrann hafi ekki rætt við fólk áður svo menn verði ekki ólöglegir í framhaldinu“ segir Guðmundur.
Hann segir að sá afli sé sóttur í dag sé með ákvörðun ráðherrans orðinn ólöglegur. Aðspurður um hvað verði þá um aflann segir Guðmundur.
„Við skulum bara spyrja að leikslokum,“ segir Guðmundur.