Biden hótar knattspyrnusambandinu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 11:15 Megan Rapinoe og stöllur hennar í bandaríska landsliðinu hafa verið afar sigursælar og eru ríkjandi heimsmeistarar. VÍSIR/GETTY Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Joe Biden, tilvonandi forsetaefni Demókrataflokksins, hvetur heimsmeistarana í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta til að gefast ekki upp í kjarabaráttu sinni fyrir dómstólum. Á föstudag vísaði dómari frá kröfu 28 landsliðskvenna sem kröfðust þess að fá sömu laun og umgjörð og bandaríska karlalandsliðið nyti, auk skaðabóta upp á 66 milljónir Bandaríkjadala. Í hópnum eru stjörnur á borð við Megan Rapinoe, Alex Morgan og Carli Lloyd, og vilja þær fá bætur fyrir allar landsliðskonur sem spilað hafa fyrir Bandaríkin frá því í febrúar 2015. „Ekki gefast upp í þessum slag. Þessu er ekki lokið,“ skrifaði Biden á Twitter-síðu sína um helgina, og beindi svo spjótum sínum að knattspyrnusambandinu sem halda á HM karla árið 2026 með Mexíkó og Kanada. „Til knattspyrnusambandsins: Jöfn laun, núna. Annars, þegar ég verð forseti, getið þið snúið ykkur annað til að fá fjármagn vegna HM,“ skrifaði Biden. Biden-hjónin og Rapinoe voru saman í beinni útsendingu á Instagram á fimmtudag þar sem Rapinoe sagði forsetaefninu að ef hann vantaði varaforseta þá væri hún klár í slaginn. Biden sagði í léttum tón að Rapinoe „yrði að taka á sig launalækkun til að verða varaforseti,“ og Rapinoe svaraði: „Þú veist að ég er ekki fyrir það.“ Molly Levinson, talskona landsliðsins, sagði á föstudag í yfirlýsingu að ekki yrði gefist upp og að til stæði að áfrýja niðurstöðunni. Joe Biden verður væntanlega forsetaefni Demókrataflokksins.VÍSIR/GETTY
Bandaríkin Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Tengdar fréttir Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30 Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Þær bandarísku töpuðu í jafnlaunamálinu Landsliðskonur Bandaríkjanna í fótbolta hafa hug á að áfrýja eftir að dómari í Kaliforníu úrskurðaði bandaríska knattspyrnusambandinu í vil í jafnlaunamálinu svokallaða. 2. maí 2020 10:30
Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins sagði af sér Carlos Cordeiro er ekki lengur forseti bandaríska knattspyrnusambandsins en hann hefur sagt af sér. 13. mars 2020 16:00