Guðmundur um Guðjón Val: „Einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 11:45 Guðmundur og Guðjón Valur störfuðu lengi saman hjá landsliðinu sem og Rhein-Neckar Löwen. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn merkasti íþróttamaður sögunnar hér á landi. Hann segir að það „sé svo margt gott hægt að segja um þennan mann.“ Guðjón Valur tilkynnti það í gær að skórnir væru komnir upp í hillu en eftir það hafa margir af fremstu handboltamönnum óskað Guðjóni til hamingju með glæsilegan feril. Guðmundur var gestur í Sportinu í dag í gær þar sem að sjálfsögðu var til umræðu ákvörðun Guðjóns. „Hann er einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi að mínu mati. Það dugar að fara og skoða ferilinn hans. Hvar hann hefur verið, hvað hann hefur unnið og hann er búinn að spila með bestu félagsliðum heims,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Hann hefur orðið meistari með bestu félagsliðum heims. Löwen er eitt af þeim liðum, Barcelona, Kiel, AG Köbenhavn og svo þessi frábæri landsliðsferilinn sem spanar sirka tuttugu ár. Það er ekkert smá dæmi. Hann er búinn að vera fyrirliði landsliðsins, spila lykilhlutverk í landsliðinu áratugum saman. Þetta er stórkostlegur íþróttamaður og gríðarleg fyrirmynd.“ Guðmundur segir einnig að sú gríðarlega elja sem Guðjón hefur sýnt sé það sem situr eftir. „Það er líka það sem situr í manni. Hann var ósérhlífinn. Hann var fyrstur á æfingar og seinastur af æfingu. Hann var sjálf gagnrýninn og þessi færni og geta og leiðtogahlutverk. Það er svo margt gott hægt að segja um þennan mann,“ sagði Guðmundur. Hluta af umræðunni um Guðjón Val má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Gummi um Guðjón Val Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Handbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að Guðjón Valur Sigurðsson sé einn merkasti íþróttamaður sögunnar hér á landi. Hann segir að það „sé svo margt gott hægt að segja um þennan mann.“ Guðjón Valur tilkynnti það í gær að skórnir væru komnir upp í hillu en eftir það hafa margir af fremstu handboltamönnum óskað Guðjóni til hamingju með glæsilegan feril. Guðmundur var gestur í Sportinu í dag í gær þar sem að sjálfsögðu var til umræðu ákvörðun Guðjóns. „Hann er einn merkasti íþróttamaður Íslendinga frá upphafi að mínu mati. Það dugar að fara og skoða ferilinn hans. Hvar hann hefur verið, hvað hann hefur unnið og hann er búinn að spila með bestu félagsliðum heims,“ sagði Guðmundur og hélt áfram: „Hann hefur orðið meistari með bestu félagsliðum heims. Löwen er eitt af þeim liðum, Barcelona, Kiel, AG Köbenhavn og svo þessi frábæri landsliðsferilinn sem spanar sirka tuttugu ár. Það er ekkert smá dæmi. Hann er búinn að vera fyrirliði landsliðsins, spila lykilhlutverk í landsliðinu áratugum saman. Þetta er stórkostlegur íþróttamaður og gríðarleg fyrirmynd.“ Guðmundur segir einnig að sú gríðarlega elja sem Guðjón hefur sýnt sé það sem situr eftir. „Það er líka það sem situr í manni. Hann var ósérhlífinn. Hann var fyrstur á æfingar og seinastur af æfingu. Hann var sjálf gagnrýninn og þessi færni og geta og leiðtogahlutverk. Það er svo margt gott hægt að segja um þennan mann,“ sagði Guðmundur. Hluta af umræðunni um Guðjón Val má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Gummi um Guðjón Val Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Handbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira