Umskurn á kynfærum kvenna og stúlkna bönnuð í Súdan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 09:40 Súdanskar konur mótmæla stöðu kvenna í Kartúm. EPA/MORWAN ALI Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989. Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn á kynfærum kvenna. Umskurn telst nú refsivert athæfi og getur hver sem brýtur lögin átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsisvist og sekt. Málið hefur lengi verið gagnrýnt og fagna baráttusamtök gegn umskurn og limlesti stúlkna og kvenna lögunum. Þá segir á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna að breytingarnar marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa nærri níu af hverjum tíu konum og stúlkum í Súdan verið limlestar á kynfærum. Umskurnin felur í sér að hluti eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð og getur það valdið miklum heilsufarsvandamálum sem dæmi eru um að hafi dregið konur til dauða. Bráðabirgða- eða umskiptastjórn er við völd í Súdan en hún samþykkti breytingu á hegningarlögjöf landsins sem kveður á um að refsa skuli hverjum þeim sem limlesti kynfæri kvenna og stúlkna. Kynfæralimlestingar á stúlkum og konum eru enn stundaðar í minnst 27 ríkjum Afríku sem og í ríkjum Asíu og Mið-Austurlanda. Ástandið er einna verst í Egyptalandi og Súdan sem og Eþíópíu, Keníu, Búrkína Fasó, Nígeríu, Djibútí og Senegal. Ríkisstjórn Súdan tók við fyrir tæpu ári og í henni sitja herforingjar og umbótasinnar sem leiddu uppreisn sem leiddi til stjórnarfarsbreytinga í landinu. Stjórninni hefur verið falið það hlutverk að leiða umbætur í landinu í átt að lýðræði og undirbýr hún lýðræðislegar kosningar í landinu. Þá hefur stjórninni einnig verið falið það hlutverk að koma af stað aðgerðum sem leiða muni til umbóta, til dæmis banni á umskurn stúlkna og kvenna. Frá sjálfstæði hefur hver óstöðuga ríkisstjórnin á fætur annarri verið við völd, hvort sem það hafa verið herstjórnir eða einræðisstjórnir. Omar al-Bashir, fyrrverandi einræðisherra landsins sem steypt var af stóli í byrjun apríl 2019, hafði setið á valdastóli frá árinu 1989.
Súdan Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Forsætisráðherra Súdan sýnt tilræði Forsætisráðherra Afríkuríkisins Súdan komst í dag lífs af eftir að árás var gerð á bílalest hans á leið um súdönsku höfuðborgina Kartúm. 9. mars 2020 19:37