Innlent

Tvö til­felli sam­komu­banns­brots á veitinga­húsum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. 
Lögreglan stöðvaði nokkra ökumenn í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.  vísir/vilhelm

Lögregla hafði afskipti af tveimur veitingahúsum í Reykjavík í gærkvöldi og nótt vegna brots á samkomubanni. Á báðum veitingastöðunum voru um 30 manns þegar lögreglu bar að garði. Í dagbók lögreglu kemur fram að annar staðurinn hafi átt að loka klukkan 23:00 en hann hafi enn verið opinn klukkan 00:48 þegar lögregla mætti á svæðið.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp þegar klukkan var að ganga sjö í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en tjónvaldur var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu.

Þá voru þrjár bifreiðar stöðvaðar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn þeirra ökumanna er aðeins 17 ára gamall og var málið því kynnt forráðamönnum og barnavernd. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Tilkynnt var um umferðarslys í Kópavogi laust fyrir klukkan eitt í nótt. Maður datt af rafmagnshlaupahjóli og slasaðist á höfði. Hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar en hann hafði ekki notað hjálm við aksturinn.

Þá var bifreið stöðvuð á Reykjanesbraut eftir hraðamælingu en bíllinn mældist á 124 km/klst. en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×