Af ömmu minni og öðrum ofurkonum Valgerður Árnadóttir skrifar 1. maí 2020 09:00 Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um ömmu mína. Kannski vegna þess að við áttum svo mörg svona ömmur, ömmur sem á nútíma-mælikvarða væru taldar ofurkonur en á þeirra tíma var framlag þeirra til fjölskyldunnar og samfélagsins talið sjálfsagt, amma fékk í hæsta máta hrós fyrir að vera dugleg, sem hún fussaði yfir því það þótti ekki til siðs að hrósa fólki. Valgerður Árnadóttir amma mín fæddist árið 1918 og var verkakona. Hún eignaðist 7 börn á 10 árum og skildi við drykkfelldan eiginmann sinn þegar hún gekk með það sjöunda, þá var hún bara 32 ára. Hún vann í fiski og við þrif mestalla ævina myrkranna á milli, þegar börnin voru lítil skúraði hún á nóttunni meðan þau sváfu og hugsaði um þau á daginn. Amma átti góða að og var vinamörg og sumir buðust til að fóstra nokkur barna hennar en hún tók það ekki í mál. Lífið var ekki auðvelt fyrir hana og börnin en með eljunni tókst henni að kaupa fokhelt raðhús og flytja úr pínulítilli íbúð í 3 hæða “höll”, það var höll fyrir mér þegar ég var barn en að koma inn í svona raðhús í dag átta ég mig á því að hver hæð er aðeins 40fm, og þar bjuggu amma, börnin sjö og svo voru alltaf gestir, allir voru alltaf velkomnir í kaffi og spjall við ömmu sem var stórskemmtileg og fróð kona. Amma kvartaði aldrei og hún gaf líka lítið fyrir væl annarra, en hún leit á alla sem jafningja og þótti forsetinn ekkert merkilegri en póstburðarmaðurinn. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hvert og fór í kröfugönguna á 1 maí í sparikápunni með rauðan varalit. Amma var stolt af því að vera verkakona og hélt dag verkalýðsbaráttunnar hátíðlegan ár hver Ef mér finnst lífið eitthvað erfitt og ósanngjarnt þá hugsa ég til ömmu og segi sjálfri mér að “hættessu væli”, það er henni og fólki eins og henni að þakka að ég hef það betra en hún hafði það, en baráttunni er ekki lokið, ekki fyrr en við öll lifum sómasamlegu lífi og enginn líður skort. Það er komið nýtt líf í verkalýðsbaráttuna, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur blásið byr undir vængi verkafólks, hún hefur skilað skömminni af því að tilheyra verkalýðsstétt í samfélagi þar sem mannkostir eru nú mældir í fjárhagslegum hagnaði, völdum og eignum. Þar sem öllu skiptir að vera af réttri fjölskyldu til að “verða eitthvað” og þar sem það þykir enn fjarstæðukennt að fólk sem flytur hingað erlendis frá eigi að njóta sömu réttinda og kjara og við sem erum hér fædd. Í Eflingu eru helmingur félagsmanna af erlendu bergi brotin og stærstur hluti þeirra er frá Póllandi og þannig hefur það verið í mörg ár en það er samt fyrst núna með nýrri stjórn að unnið er út frá því að stjórn og nefndir stéttarfélagsins endurspegli félagsmenn, að það endurspegli kynjahlutföll og uppruna félagsmanna. Formaður og varaformaður Eflingar. Til að mynda er varaformaður Eflingar nú pólsk, hún Agnieszka Ewa Ziólkowska. Ég kynntist Agnieszku í kjarabaráttunni veturinn 2018-19, hún var strætóbílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar á vinnustað sínum, henni tókst með elju sinni og réttsýni að hjálpa samstarfsfólki sínu þegar á þeim er brotið, að sameina þau í kröfum sínum um betri kjör og allt þetta gerði hún ólétt og svo með 2 lítil börn. Hún er dugnaðarforkur og ofurkona og er í ofanálag fyrsta erlenda konan -fyrsta pólska konan til að gegna svo mikilvægu embætti í íslensku stéttarfélagi. Með Sólveigu Önnu og Agnieszku í fararbroddi megum við vænta frekari breytinga til góðs, ekki einungis að kjör og kaup verkafólks muni batna heldur einnig að virðing við verkafólk og ekki síst erlent verkafólk verði aukin. Að aftur verði talin dyggð í íslensku samfélagi að vera vinnusöm, réttsýn og að standa með náunganum. Ég veit að amma hefði verið ánægð með Sólveigu Önnu og Agnieszku og það er besta hrós sem ég get gefið. Framtíðin er bjartari vegna þeirra.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun