Óvissan mikil en engar uppsagnir hjá Bláa Lóninu Andri Eysteinsson skrifar 30. apríl 2020 22:20 Staða Bláa Lónsins er erfið. Vísir/Vilhelm Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bláa Lónið einn þekktasti ferðamannastaður landsins stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu vegna samkomubanns og gagns mála í flugsamgöngum heimsins. Staðan sé alvarleg en þó verði ekki ráðist í frekari uppsagnir fyrir þessi mánaðamót. „Bláa Lónið stendur frammi fyrir tvenns konar óvissu; annars vegar hvenær megi hefja aftur rekstur en þrátt fyrir að dregið verði úr takmörkunum nú eftir helgi ber okkur enn að hafa starfsemi okkar lokaða, og svo hvenær flug kemst aftur í eðlilegt horf og hvernig ferðabanni verði aflétt,“ segir í svari Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu, við fyrirspurn fréttastofu. Helga Árnadóttir var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar áður en hún tók til starfa hjá Bláa lóninu árið 2018. Bláa Lónið hefur verið lokað frá því að hert samkomubann tók gildi 23. mars síðastliðinn og verður ekki opnað að nýju fyrr í byrjun júní að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður að nýju en stjórn Bláa Lónsins segist rýna í stöðuna daglega varðandi þau mál sem snúa að rekstri Bláa Lónsins og framtíð þess. „Við höfum þegar stígið ákveðin skref þar sem við fórum í sársaukafullar aðgerðir um síðustu mánaðamót til að mæta stöðunni eins og hún leit þá út. Óvissan er enn gríðarlega mikil og staðan grafalvarleg, við erum því að skoða mismunandi sviðsmyndir og munum halda þeirri vinnu áfram í maí m.a. hvað varðar hvenær og með hvaða hætti við getum brugðist við og mögulega opnað aftur,“ segir Helga. Grímur Sæmundsen er forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi. Hann hefur fengið um milljarð króna í arðgreiðslur undanfarin þrjú ár. Hagnaður Bláa lónsins árið 2018 var 3,7 milljarðar króna. Ársreikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki verið birtur. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í mars að uppsöfnuð arðgreiðsla eigenda Bláa lónsins frá árinu 2012-2019 næmi 12,3 milljörðum króna. Þann 26. maí var 164 af 764 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp og áætlað var að stærsti hluti þeirra starfsmanna sem eftir stóðu yrði boðið að nýta sér hlutabótaleið yfirvalda. Talsvert hefur verið um hópuppsagnir síðustu daga en staðan í ferðaþjónustu landsins er svört. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar greindi frá því í Reykjavík síðdegis í dag að Vinnumálastofnun hafi í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Bláa lónið Tengdar fréttir Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Loka Bláa lóninu fram í maí Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins. 23. mars 2020 10:51