Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur Guðmundsson er með tvo bolta á lofti sem þjálfari landsliðsins og Melsungen í Þýskalandi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
„Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur tók við landsliðinu á nýjan leik árið 2018 og hefur stýrt því á tveimur stórmótum með góðum árangri. Vegna kórónuveirufaraldursins var hætt við HM-umspilið sem fara átti fram í sumar, þar sem Ísland átti að mæta Sviss, og miðað við hvaða árangri lið náðu á EM í janúar. Ísland varð þar í 11. sæti og spilar því á HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs ef allt gengur að óskum. Núgildandi samningur Guðmundar rennur út í júní 2021 en hann vill stýra landsliðinu lengur eftir að hafa farið með það í gegnum mikla endurnýjun. Samhliða því stýrir hann Melsungen í Þýskalandi. „Við [HSÍ] erum bara að tala saman og það var í sjálfu sér allt jákvætt með það. Ég hef auðvitað hug á að starfa áfram með þetta lið, mér finnst ég ekkert búinn að ljúka því verki. Við erum kannski hálfnaðir,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Séð mjög stór skref fram á við „Við erum komnir vel af stað með endurnýjun á liðinu og uppbyggingu, eins og ég sagðist ætla að fara út í. Menn héldu nú í byrjun að ég myndi nú vera íhaldssamur og allt það, en ég held nú að það sé ekki á neinn hallað með það. Ég tók alla vega af skarið með þetta, ásamt mínum mönnum, og við erum mjög markvisst búnir að byggja upp þetta unga lið. Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að sjá mjög mikil skref fram á við hjá liðinu, við erum búnir að sýna það á undanförnum tveimur stórmótum að við erum búnir að taka rétt skref, með því að tryggja okkur inn í milliriðla sem er mjög stórt skref að taka þegar þú ert með tiltölulega ungt lið,“ sagði Guðmundur. Kynslóðaskiptin gengið vel og árangur náðst á sama tíma „Það er ekki einfalt mál þegar eiga sér stað svona kynslóðaskipti eins og urðu núna. Þau voru svakaleg, og stórkostleg kynslóð að kveðja. Þetta voru ekki neinir venjulegir leikmenn sem eru að hætta. Þarna var ákveðin gullöld. Þá komum við að því að við erum allt í einu með mjög ungt lið en efnilegt. Ég er mjög ánægður með hvernig við höfum komið þessu verkefni af stað og að okkur hafi tekist á sama tíma að ná góðum árangri. Við erum komnir inn á þriðja stórmótið í röð, og komumst í milliriðil sem hafði ekki tekist í sex ár, og mér finnst við stíga mjög stór skref. Það var ekki tilviljun að við unnum þennan leik gegn Dönum á EM. Við gerðum það á sannfærandi hátt og það segir hvað við getum á góðum degi. Hins vegar þá er þetta þannig lið að það mun eiga sína döpru daga inni á milli. Það er pottþétt,“ sagði Guðmundur. Nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Guðmundur um framhaldið hjá landsliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn