Þorsteinn Gunnarsson ráðinn borgarritari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2020 16:34 Margir muna eftir Þorsteini Gunnarssyni sem var íþróttafréttamaður og því á skjám landsmanna um árabil. Borgarráð samþykki á fundi sínum í dag að ráða Þorstein Gunnarsson, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, í starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Þorsteinn var metinn hæfastur allra umsækjenda af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var af borgarráði í febrúar 2020, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Þorsteinn tekur við starfinu af Stefáni Eiríkssyni sem tók við starfi útvarpsstjóra á dögunum. Þorsteinn var sömuleiðis meðal umsækjenda um starf útvarpsstjóra og einn þeirra sem komst lengst í ráðningarferlinu. Þorsteinn er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Um Þorsteinn Gunnarsson Þorsteinn hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu á sveitarstjórnarstigi. Hann gegndi starfi upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkur um fjögurra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðsstarfi, áætlanagerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frístunda- og menningarmálum sveitarfélagsins. Undanfarin fjögur ár hefur Þorsteinn starfað sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps og hlotið umfangsmikla reynslu af öllum verkefnum sveitastjórnarstigsins, m.a. á sviði stjórnsýslu, skipulagsmála og umhverfismála. Áður starfaði Þorsteinn meðal annars sem íþróttafrétta- og dagskrárgerðamaður hjá 365 miðlum í átta ár, framkvæmdastjóri ÍBV og upplýsingafulltrúi Vinnslustöðvarinnar, kennari og blaðamaður. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í íþróttahreyfingunni og er í dag aðalmaður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferðamálasamtaka Reykjaness og í stjórn Reykjaness jarðvangs. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. Starf borgarritara var auglýst laust til umsóknar þann 15. febrúar sl. og var umsóknarfrestur framlengdur til 16.mars. Átján umsóknir bárust um starfið. Í hæfnisnefnd voru Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, sem jafnframt var formaður, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Ráðgjafarfyrirtækið Intellecta sinnti utanumhaldi og stuðningi við hæfnisnefndina. Reykjavík Skútustaðahreppur Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. 19. mars 2020 15:36 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Borgarráð samþykki á fundi sínum í dag að ráða Þorstein Gunnarsson, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, í starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Þorsteinn var metinn hæfastur allra umsækjenda af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var af borgarráði í febrúar 2020, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Þorsteinn tekur við starfinu af Stefáni Eiríkssyni sem tók við starfi útvarpsstjóra á dögunum. Þorsteinn var sömuleiðis meðal umsækjenda um starf útvarpsstjóra og einn þeirra sem komst lengst í ráðningarferlinu. Þorsteinn er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Um Þorsteinn Gunnarsson Þorsteinn hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu á sveitarstjórnarstigi. Hann gegndi starfi upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkur um fjögurra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðsstarfi, áætlanagerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frístunda- og menningarmálum sveitarfélagsins. Undanfarin fjögur ár hefur Þorsteinn starfað sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps og hlotið umfangsmikla reynslu af öllum verkefnum sveitastjórnarstigsins, m.a. á sviði stjórnsýslu, skipulagsmála og umhverfismála. Áður starfaði Þorsteinn meðal annars sem íþróttafrétta- og dagskrárgerðamaður hjá 365 miðlum í átta ár, framkvæmdastjóri ÍBV og upplýsingafulltrúi Vinnslustöðvarinnar, kennari og blaðamaður. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í íþróttahreyfingunni og er í dag aðalmaður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferðamálasamtaka Reykjaness og í stjórn Reykjaness jarðvangs. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. Starf borgarritara var auglýst laust til umsóknar þann 15. febrúar sl. og var umsóknarfrestur framlengdur til 16.mars. Átján umsóknir bárust um starfið. Í hæfnisnefnd voru Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, sem jafnframt var formaður, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Ráðgjafarfyrirtækið Intellecta sinnti utanumhaldi og stuðningi við hæfnisnefndina.
Þorsteinn hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu á sveitarstjórnarstigi. Hann gegndi starfi upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkur um fjögurra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðsstarfi, áætlanagerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frístunda- og menningarmálum sveitarfélagsins. Undanfarin fjögur ár hefur Þorsteinn starfað sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps og hlotið umfangsmikla reynslu af öllum verkefnum sveitastjórnarstigsins, m.a. á sviði stjórnsýslu, skipulagsmála og umhverfismála. Áður starfaði Þorsteinn meðal annars sem íþróttafrétta- og dagskrárgerðamaður hjá 365 miðlum í átta ár, framkvæmdastjóri ÍBV og upplýsingafulltrúi Vinnslustöðvarinnar, kennari og blaðamaður. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í íþróttahreyfingunni og er í dag aðalmaður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferðamálasamtaka Reykjaness og í stjórn Reykjaness jarðvangs.
Reykjavík Skútustaðahreppur Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. 19. mars 2020 15:36 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. 19. mars 2020 15:36
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30