Þorsteinn Gunnarsson ráðinn borgarritari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2020 16:34 Margir muna eftir Þorsteini Gunnarssyni sem var íþróttafréttamaður og því á skjám landsmanna um árabil. Borgarráð samþykki á fundi sínum í dag að ráða Þorstein Gunnarsson, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, í starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Þorsteinn var metinn hæfastur allra umsækjenda af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var af borgarráði í febrúar 2020, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Þorsteinn tekur við starfinu af Stefáni Eiríkssyni sem tók við starfi útvarpsstjóra á dögunum. Þorsteinn var sömuleiðis meðal umsækjenda um starf útvarpsstjóra og einn þeirra sem komst lengst í ráðningarferlinu. Þorsteinn er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Um Þorsteinn Gunnarsson Þorsteinn hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu á sveitarstjórnarstigi. Hann gegndi starfi upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkur um fjögurra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðsstarfi, áætlanagerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frístunda- og menningarmálum sveitarfélagsins. Undanfarin fjögur ár hefur Þorsteinn starfað sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps og hlotið umfangsmikla reynslu af öllum verkefnum sveitastjórnarstigsins, m.a. á sviði stjórnsýslu, skipulagsmála og umhverfismála. Áður starfaði Þorsteinn meðal annars sem íþróttafrétta- og dagskrárgerðamaður hjá 365 miðlum í átta ár, framkvæmdastjóri ÍBV og upplýsingafulltrúi Vinnslustöðvarinnar, kennari og blaðamaður. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í íþróttahreyfingunni og er í dag aðalmaður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferðamálasamtaka Reykjaness og í stjórn Reykjaness jarðvangs. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. Starf borgarritara var auglýst laust til umsóknar þann 15. febrúar sl. og var umsóknarfrestur framlengdur til 16.mars. Átján umsóknir bárust um starfið. Í hæfnisnefnd voru Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, sem jafnframt var formaður, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Ráðgjafarfyrirtækið Intellecta sinnti utanumhaldi og stuðningi við hæfnisnefndina. Reykjavík Skútustaðahreppur Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. 19. mars 2020 15:36 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Borgarráð samþykki á fundi sínum í dag að ráða Þorstein Gunnarsson, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, í starf borgarritara Reykjavíkurborgar. Þorsteinn var metinn hæfastur allra umsækjenda af ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var af borgarráði í febrúar 2020, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Þorsteinn tekur við starfinu af Stefáni Eiríkssyni sem tók við starfi útvarpsstjóra á dögunum. Þorsteinn var sömuleiðis meðal umsækjenda um starf útvarpsstjóra og einn þeirra sem komst lengst í ráðningarferlinu. Þorsteinn er með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Um Þorsteinn Gunnarsson Þorsteinn hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu á sveitarstjórnarstigi. Hann gegndi starfi upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkur um fjögurra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðsstarfi, áætlanagerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frístunda- og menningarmálum sveitarfélagsins. Undanfarin fjögur ár hefur Þorsteinn starfað sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps og hlotið umfangsmikla reynslu af öllum verkefnum sveitastjórnarstigsins, m.a. á sviði stjórnsýslu, skipulagsmála og umhverfismála. Áður starfaði Þorsteinn meðal annars sem íþróttafrétta- og dagskrárgerðamaður hjá 365 miðlum í átta ár, framkvæmdastjóri ÍBV og upplýsingafulltrúi Vinnslustöðvarinnar, kennari og blaðamaður. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í íþróttahreyfingunni og er í dag aðalmaður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferðamálasamtaka Reykjaness og í stjórn Reykjaness jarðvangs. Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að undanskildum borgarstjóra og einn af staðgenglum hans. Borgarritari hefur yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar og er tengiliður Reykjavíkurborgar við byggðasamlög og B-hluta félög. Starf borgarritara var auglýst laust til umsóknar þann 15. febrúar sl. og var umsóknarfrestur framlengdur til 16.mars. Átján umsóknir bárust um starfið. Í hæfnisnefnd voru Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, sem jafnframt var formaður, Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítala og Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Ráðgjafarfyrirtækið Intellecta sinnti utanumhaldi og stuðningi við hæfnisnefndina.
Þorsteinn hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu á sveitarstjórnarstigi. Hann gegndi starfi upplýsinga- og þróunarfulltrúa Grindavíkur um fjögurra ára skeið þar sem hann hafði umsjón með innra og ytra kynningar- og upplýsingastarfi, markaðsstarfi, áætlanagerð og fleiru. Þá gegndi hann starfi sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavík í þrjú ár þar sem hann bar ábyrgð á íþrótta-, frístunda- og menningarmálum sveitarfélagsins. Undanfarin fjögur ár hefur Þorsteinn starfað sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps og hlotið umfangsmikla reynslu af öllum verkefnum sveitastjórnarstigsins, m.a. á sviði stjórnsýslu, skipulagsmála og umhverfismála. Áður starfaði Þorsteinn meðal annars sem íþróttafrétta- og dagskrárgerðamaður hjá 365 miðlum í átta ár, framkvæmdastjóri ÍBV og upplýsingafulltrúi Vinnslustöðvarinnar, kennari og blaðamaður. Þorsteinn hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum í íþróttahreyfingunni og er í dag aðalmaður í stjórn KSÍ. Hann hefur einnig verið í stjórn ferðamálasamtaka Reykjaness og í stjórn Reykjaness jarðvangs.
Reykjavík Skútustaðahreppur Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. 19. mars 2020 15:36 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Átján sóttu um starf borgarritara Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum. 19. mars 2020 15:36
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30