Nýsköpunarmót opinberra aðila og fyrirtækja Hildur Sif Arnardóttir skrifar 2. maí 2020 08:00 Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Aukin áhersla og áhugi er á nýsköpun innan opinbera geirans. Til þess að auka verðmætasköpun í samfélaginu og fara af krafti inn í fjórðu iðnbyltinguna þarf að ýta undir og styrkja nýsköpun af hendi hins opinbera. Ávinningur af samtali milli opinberra aðila og frumkvöðlafyrirtækja við þróun á lausnum getur verið gríðarlegur, bæði fyrir frumkvöðulinn og ekki síst fyrir samfélagið. Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir svokölluðu Nýsköpunarmóti opinberra aðila og fyrirtækja á síðasta ári. Markmiðið með mótinu var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og koma á samtali milli opinberra stofnana og fyrirtækja. Hvernig virkar Nýsköpunarmót? Rúmlega hundrað manns mættu á Nýsköpunarmótið þar sem samtals 230 örfundir fóru fram. Hver fundur nýsköpunarfyrirtækis og opinberrar stofnunar stóð yfir í 15 mínútur. Alls 26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun og Lögreglan. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað pörunarform (e. match making) var notað til að koma fundunum á, en þá skrá þátttakendur prófíl sinn eða lýsingu á vefsvæði og bóka í kjölfarið fundi með aðilum sem vekja áhuga. Einstaklega góð stemming var á mótinu að mati allra sem að því komu. Nýtt á þessu ári Í framhaldi af Nýsköpunarmótinu hefur verkefnum verið fylgt skipulega eftir og meðal annars kannað hvort frekara samtal hafi átt sér stað milli aðila. Ríkiskaup sér um að leiðbeina opinberum aðilum varðandi samninga og viðmiðunarupphæðir. Vonast er til þess að sem flest árangursrík verkefni verði til í kjölfar funda á mótinu enda mun það styrkja bæði nýsköpunarfyrirtæki og opinberar stofnanir. Nýsköpunarmót verður haldið að nýju á þessu ári. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar