Eftirminnilegasta sumarfríið: Handtekin í Las Vegas Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Síðustu viðmælendur Einkalífsins fengu allir sömu spurninguna. Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið. Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir. Alda Karen rifjaði upp nokkuð sérstakt atvik í Las Vegas. „Ég og pabbi minn og litlu bróðir minn fórum til L.A. og Las Vegas fyrir nokkrum árum síðan. Við sáum einmitt leik með Kobe Bryant sem var þá og hét, blessuð sé minning hans. Við keyrðum síðan frá L.A. til Las Vegas og ég var fimmtán ára að verða sextán,“ segir Alda Karen um þessa eftirminnilegu ferð. „Ég var ekki alveg viss með lögin þarna og það eru rosalega mikið af spilavítum í Las Vegas. Við mætum til Las Vegas og innritunarborðið á hótelinu er í raun á milli tveggja spilakassa og bara inni í spilavítinu. Pabbi er eitthvað að innrita okkur á hótelið og ég hugsa með mér að skella mér aðeins í spilakassann. Ég stend við kassann og er að hugsa hvernig þetta allt saman virkar. Þá er pikkar allt í einu maður í mig og biður mig um að fara veðja fyrir sig á stóru rúllettuborði, ég væri svo sæt og það myndi fylgja heppni með mér.“ Alda segist heldur betur hafa verið til í það. „Ég byrja bara að raða inn og svo kemur allt í einu dragdrottning að mér og spyr mig hvað ég væri gömul. Ég svaraði bara strax, ég er bara fimmtán. Þá sagði hún bara, ok ég er þá að fara handtaka þig. Ég á sko mynd þar sem hún er búin að taka hendurnar á mér fyrir aftan bak og er að fara handtaka mig með handjárnum. Pabbi minn rétt nær að koma og útskýra málið en þá voru þau á leiðinni með mig í spilavítafangelsi.“ Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið. Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir. Alda Karen rifjaði upp nokkuð sérstakt atvik í Las Vegas. „Ég og pabbi minn og litlu bróðir minn fórum til L.A. og Las Vegas fyrir nokkrum árum síðan. Við sáum einmitt leik með Kobe Bryant sem var þá og hét, blessuð sé minning hans. Við keyrðum síðan frá L.A. til Las Vegas og ég var fimmtán ára að verða sextán,“ segir Alda Karen um þessa eftirminnilegu ferð. „Ég var ekki alveg viss með lögin þarna og það eru rosalega mikið af spilavítum í Las Vegas. Við mætum til Las Vegas og innritunarborðið á hótelinu er í raun á milli tveggja spilakassa og bara inni í spilavítinu. Pabbi er eitthvað að innrita okkur á hótelið og ég hugsa með mér að skella mér aðeins í spilakassann. Ég stend við kassann og er að hugsa hvernig þetta allt saman virkar. Þá er pikkar allt í einu maður í mig og biður mig um að fara veðja fyrir sig á stóru rúllettuborði, ég væri svo sæt og það myndi fylgja heppni með mér.“ Alda segist heldur betur hafa verið til í það. „Ég byrja bara að raða inn og svo kemur allt í einu dragdrottning að mér og spyr mig hvað ég væri gömul. Ég svaraði bara strax, ég er bara fimmtán. Þá sagði hún bara, ok ég er þá að fara handtaka þig. Ég á sko mynd þar sem hún er búin að taka hendurnar á mér fyrir aftan bak og er að fara handtaka mig með handjárnum. Pabbi minn rétt nær að koma og útskýra málið en þá voru þau á leiðinni með mig í spilavítafangelsi.“
Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira