Eftirminnilegasta sumarfríið: Handtekin í Las Vegas Stefán Árni Pálsson skrifar 30. apríl 2020 11:30 Síðustu viðmælendur Einkalífsins fengu allir sömu spurninguna. Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið. Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir. Alda Karen rifjaði upp nokkuð sérstakt atvik í Las Vegas. „Ég og pabbi minn og litlu bróðir minn fórum til L.A. og Las Vegas fyrir nokkrum árum síðan. Við sáum einmitt leik með Kobe Bryant sem var þá og hét, blessuð sé minning hans. Við keyrðum síðan frá L.A. til Las Vegas og ég var fimmtán ára að verða sextán,“ segir Alda Karen um þessa eftirminnilegu ferð. „Ég var ekki alveg viss með lögin þarna og það eru rosalega mikið af spilavítum í Las Vegas. Við mætum til Las Vegas og innritunarborðið á hótelinu er í raun á milli tveggja spilakassa og bara inni í spilavítinu. Pabbi er eitthvað að innrita okkur á hótelið og ég hugsa með mér að skella mér aðeins í spilakassann. Ég stend við kassann og er að hugsa hvernig þetta allt saman virkar. Þá er pikkar allt í einu maður í mig og biður mig um að fara veðja fyrir sig á stóru rúllettuborði, ég væri svo sæt og það myndi fylgja heppni með mér.“ Alda segist heldur betur hafa verið til í það. „Ég byrja bara að raða inn og svo kemur allt í einu dragdrottning að mér og spyr mig hvað ég væri gömul. Ég svaraði bara strax, ég er bara fimmtán. Þá sagði hún bara, ok ég er þá að fara handtaka þig. Ég á sko mynd þar sem hún er búin að taka hendurnar á mér fyrir aftan bak og er að fara handtaka mig með handjárnum. Pabbi minn rétt nær að koma og útskýra málið en þá voru þau á leiðinni með mig í spilavítafangelsi.“ Einkalífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Eins og landsmenn hafa tekið eftir þá er sumarið loksins komið. Eftir vægast sagt erfiðan vetur eiga Íslendingar skilið að fá fínt sumar eins og hefur verið síðustu daga víðsvegar um landið. Allir gestirnir í fjórðu þáttaröðinni af Einkalífinu voru beðnir um að rifja upp eftirminnilegasta sumarfríið. Þeir gestir sem svöruðu eru: Kristbjörg Jónasdóttir, Gunnar Valdimarsson, Tobba Marínós, Sverrir Þór Sverrisson, Alda Karen Hjaltalín, Gauti Þeyr Másson og Björg Magnúsdóttir. Alda Karen rifjaði upp nokkuð sérstakt atvik í Las Vegas. „Ég og pabbi minn og litlu bróðir minn fórum til L.A. og Las Vegas fyrir nokkrum árum síðan. Við sáum einmitt leik með Kobe Bryant sem var þá og hét, blessuð sé minning hans. Við keyrðum síðan frá L.A. til Las Vegas og ég var fimmtán ára að verða sextán,“ segir Alda Karen um þessa eftirminnilegu ferð. „Ég var ekki alveg viss með lögin þarna og það eru rosalega mikið af spilavítum í Las Vegas. Við mætum til Las Vegas og innritunarborðið á hótelinu er í raun á milli tveggja spilakassa og bara inni í spilavítinu. Pabbi er eitthvað að innrita okkur á hótelið og ég hugsa með mér að skella mér aðeins í spilakassann. Ég stend við kassann og er að hugsa hvernig þetta allt saman virkar. Þá er pikkar allt í einu maður í mig og biður mig um að fara veðja fyrir sig á stóru rúllettuborði, ég væri svo sæt og það myndi fylgja heppni með mér.“ Alda segist heldur betur hafa verið til í það. „Ég byrja bara að raða inn og svo kemur allt í einu dragdrottning að mér og spyr mig hvað ég væri gömul. Ég svaraði bara strax, ég er bara fimmtán. Þá sagði hún bara, ok ég er þá að fara handtaka þig. Ég á sko mynd þar sem hún er búin að taka hendurnar á mér fyrir aftan bak og er að fara handtaka mig með handjárnum. Pabbi minn rétt nær að koma og útskýra málið en þá voru þau á leiðinni með mig í spilavítafangelsi.“
Einkalífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira