Hvetur fólk eindregið til að bóka utanlandsferðir Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2020 10:42 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, segir lítið vera um bókanir þessi misserin. „Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira