Heilsugæslan fær „margra milljóna pakka“ frá 66° norður og fjárfestingafélagi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:36 Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° norður, ræddi kórónuveiruna og rekstur keðjunnar í Bítinu í morgun. skjáskot Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira