Heilsugæslan fær „margra milljóna pakka“ frá 66° norður og fjárfestingafélagi í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 10:36 Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° norður, ræddi kórónuveiruna og rekstur keðjunnar í Bítinu í morgun. skjáskot Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Starfsmenn heilsugæslunnar eiga von á 400 kílóa sendingu í dag. Í henni verður að finna margvíslegan hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. Útivistarkeðjan 66° norður, sem þegar hefur útvegað heilusgæslunni 4000 andlitsgrímur, hefur veg og vanda af sendingunni en forstjóri keðjunnar áætlar að verðmæti hennar hlaupi á „mörgum milljónum.“ Heilsugæslan mun þó ekki þurfa að að bera þann kostnað því fjárfestingafélagið Stoðir hefur boðist til að borga brúsann. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Helga Rúnars Óskarssonar, fyrrnefnds forstjóra, í Bítinu í morgun. Helgi segir að rekstur 66° norður hafi vitaskuld ekki farið varhluta af yfirstandandi kórónuveirufaraldri og hafi því verið brugðið á það ráð að loka þremur verslunum keðjunnar; á Bankastræti, Keflavíkurflugvelli og annarri verslun 66° norður á Akureyri. Þrátt fyrir þessar lokanir hefur keðjan þó komist hjá því að grípa til fjöldauppsagna og segir Helgi að þar hafi hlutabótaleið stjórnvalda skipt sköpum. Úrræðið hafi nýst 66° norður „gríðarlega vel.“ Þar að auki hafi orðið nokkur aukning á netsölu, nú þegar fólk veigrar sér við að fara í verslanir, og hafi keðjan geta nýtt starfskrafta fólks við netverslunina. Prufugríma sem 66° norður hefur þróað.bítið Þá segir Helgi að 66° norður hafi jafnframt verið að prófa sig áfram á síðustu dögum við framleiðslu á andlitsgrímum. Keðjan hafi mikla reynslu af því að sauma hvers kyns hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk en grímurnar hafi þau ekki saumað áður. Hann sýndi sýnishorn af grímum fyrirtækisins í Bítinu í morgun en sló þann varnagla að þær séu ekki úr þeim efnum sem talin eru æskileg. 66° norður leiti nú að þessum efnum svo hægt sé að hefja framleiðslu á grímunum. Margra milljóna pakki á leiðinni Þetta er þó ekki eina framlag 66° norður til baráttunnar gegn kórónuveirunni, að sögn Helga. Þannig hafi 66° norður sett sig í samband við birgja sína í Kína og útvegað heilsugæslunni á Íslandi 4000 staðlaðar andlitsgrímur sem þegar sé búið að afhenda. Helgi segir að grímunum hafi verið tekið fagnandi og að heilsugæslan hafi spurt hvort 66° norður gæti útvegað meiri hlífðarfatnað; eins og galla, gleraugu og plastgrímur. „Þannig að við fórum á stúfana og komumst að því að við getum útvegað þetta. Það er því að koma 400 kílóa sending til landsins í dag,“ segir Helgi. Hann áætlar að þetta sé „margra milljóna pakki“ eins og hann orðar það en að hvorki 66° norður né heilsugæslan þurfi að bera þann kostnað. Fjárfestingafélagið Stoðir hafi þegar boðist til að greiða fyrir sendinguna. Spjallið við Helga Rúnar Óskarsson, forstjóra 66° norður, má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira