Varar við því að nota mjög gamla barnavagna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 22:48 Charlotte, miðjubarn hertogahjónanna af Cambridge, sést hér í gömlum Silver Cross-vagni þegar hún var skírð árið 2015. Slíkir vagnar njóta enn vinsælda hér á landi, ekki hvað síst til að nota fyrir útisvefn. . Getty/Chris Jackson Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Herdís Storgaard, sem um árabil vann að slysavörnum barna hér á landi, varar við því að foreldrar noti mjög gamla barnavagna. Í færslu á Facebook-síðunni Árvekni – Slysavarnir sem Herdís heldur úti segir hún frá slysi sem varð nýlega þegar handfang barnavagns brotnaði af er verið var að fara með hann niður tröppur. Í færslunni segir að um hafi verið að ræða 20 ára gamlan barnavagn sem notaður hafi verið fyrir útisvefn en Herdís segir að barnavagnar séu ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn. Hér á landi hefur það tíðkast áratugum saman að láta ungabörn taka lúr úti í vagni: „Barnavagnar eru ekki ætlaðir sem svefnaðstaða fyrir börn heldur eiga ungbörn eða börn undir 1 árs aldri alltaf að sofa í öruggu ungbarnarúmi eða vöggu sem stenst ströngustu kröfur um öryggi vöru. Við nánari skoðun á vagninum kom í ljós að handfangað var ryðgað í sundur en þetta var ekki sýnilegt að utanverðu, því skemmdirnar voru inni í handfangsrörinu,“ segir Herdís í færslunni og bætir við: „Barnavagnar eru búnaður sem er framleiddur til að flytja börn á milli staða. Þessar upplýsingar fylgja með nýjum vögnum og að þeir skulu ávallt notaðir undir eftirliti fullorðinna. Þegar að barn er lagt út í vagn til að sofa telst það ekki vera undir eftirliti þó notuð séu hlustunartæki. Kröfur um framleiðslu á barnavögnum breytast reglulega og því er ekki víst að búnaður sem komin er til ára sinns sé jafn öruggur. Í þessu tiltekna slysi kemur í ljós að búið er að gera auknar kröfur um styrk á handfangið þannig að þetta á ekki að geta gerst í nýjum vögnum. Það að hann hafði staðið mikið úti varð til þess að hann ryðgaði svona illa sem var ástæðan fyrir slysinu.“ Færslu Herdísar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira