Var settur í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:30 Guðmundur Torfason með gullskóinn á forsíðu bókarinnar Mörk og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson sem kom út eftir 1986 tímabilið þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram og jafnaði með því markametið í efstu deild. Mynd/Mörk og sætir sigrar Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira