Var settur í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 12:30 Guðmundur Torfason með gullskóinn á forsíðu bókarinnar Mörk og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson sem kom út eftir 1986 tímabilið þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram og jafnaði með því markametið í efstu deild. Mynd/Mörk og sætir sigrar Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Guðmundur Torfason spilaði ekki fyrsta A-landsleikinn sinn fyrr en hann var á 24. aldursári og það var ekki vegna þess að hann væri ekki nógu góður í fótbolta. Guðmundur, sem er einn af eigendum markametsins í efstu deild á Íslandi, rifjaði upp sögu sína í viðtali við Fótbolta.net en hann var gestur vikunnar hjá Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Guðmundur Torfason ræddi meðal annars um mistök sem hann gerði í unglingalandsliðsferð sem ungur maður en þau mistök urðu til þess að hann spilaði ekki í landsliðsbúning í nokkur ár. „Árið eftir er leikur í Finnlandi og ég og Ragnar Margeirsson heitinn vorum í fríhöfninni og ákváðum að fara að staupa okkur sem var ekki alveg eðlilegt í landsliðsferð. Eðlilega vorum við húðskammaðir en atvikið árið áður sat í mér og það var uppreisn í mér. Við komum heim og ég fékk þau skilaboð að ég myndi aldrei leika í íslensku landsliði framar og við vorum settir í bann," sagði Guðmundur en Ellert B. Schram, sem var formaður KSÍ á þeim tíma, staðfesti árið 1980 að Guðmundur og Ragnar væru í agabanni um óákveðinn tíma. „Þetta var svolítið sárt og ég var skilinn eftir á flugvellinum og fékk ekki að fara með rútunni í bæinn. Ég þurfti að hringja í bróður minn sem sótti mig. Í minningunni var þetta svolítil refsing. Maður fyrirgefur þetta og var sjálfum sér verstur í þessu," sagði Guðmundur í viðtalinu. Í langt landsliðsbann fyrir drykkju í unglingalandsliðsferð https://t.co/sclwFSOrbj— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 28, 2020 Guðmundur Torfason tryggði Fram bikarmeistaratitilinn 1980 og skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þegar Fram vann bikarinn árið 1985. Ragnar Ingi Margeirsson spilaði sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 1981 en Guðmundur fékk ekki tækifærið fyrr en í vináttulandsleik gegn Færeyjum 10. júlí 1985. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í efstu deild árið eftir fyrsta landsleikinn þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Framliðið sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fjórtán ár. Guðmundur spilaði á endanum 26 A-landsleiki og skoraði í þeim 4 mörk. Hann lék aðeins fjóra af þessum leikjum sem leikmaður Fram en í hinum var hann atvinnumaður í Belgíu, Austurríki og Skotlandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fram Einu sinni var... Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira