Þrír reynsluboltar til Sensa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 10:55 Sigurður, Björgvin og Guðbjarni mættir til starfa. Sensa Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa. Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum. „Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“ Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. „Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“ Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. „Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“ 120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Sensa hefur ráðið til sín þrjá reynslumikla starfsmenn, þá Guðbjarna Guðmundsson, Sigurð H. Ólafsson og Björgvin Björgvinsson. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu vegna aukinna umsvifa. Guðbjarni er í tilkynningunni sagður einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og bætist við við teymi Sensa í net- og öryggislausnum. „Guðbjarni hefur undanfarin tuttugu ár starfað hjá Opnum Kerfum sem sérfræðingur og ráðgjafi í innleiðingum á net- og öryggislausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir. Þá var hann samhliða ráðgjöf forstöðumaður Kjarnalausna síðustu fimm ár. Guðbjarni er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með CCIE gráðu frá Cisco eða Cisco Certified Internetworking Expert sem er eftirsótt í upplýsingatækniheiminum.“ Guðbjarni stundar crossfit af kappi en leggur líka stund á jeppaferðir sem og almenna fjallamennsku. Guðbjarni er kvæntur Ragnheiði Marteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður hefur verið ráðinn í viðskiptaþróun Netapp hjá Sensa. „Hlutverk Sigurðar verður að skapa nýjar lausnir og þjónustur úr lausnamengi Netapp með áherslu á samnýtingu gagna á milli skýjalausna og hefðbundinna gagnageymslna. Sigurður styrkir öflugan hóp hjá Sensa sem einbeitir sér að lausnum er snúa að gagnaumsýslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gögn fyrirtækja og meðhöndlun þeirra er lykilatriði í samkeppnishæfni fyrirtækja og er markmið Sensa að bjóða viðskiptavinum sínum hagkvæmar og virðisaukandi lausnir er snúa að því að virkja gögn til verðmætasköpunar. Sigurður hefur undanfarin 25 ár sinnt ýmsum störfum hjá Origo hf., síðustu ár sem Lausnastjóri innviða. Sigurður er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands með tölvunarfræði sem aukagrein. Sigurður er kvæntur Guðfinnu Hákonardóttur og eiga þau fjögur börn.“ Björgvin Björgvinsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Sensa. „Hlutverk Björgvins verður fyrst og fremst sala og sérhæfing í Microsoft 365 umhverfinu og skýjalausnum, ásamt almennum rekstrarlausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin hefur undanfarin fjórtán ár starfað hjá Epli. Þar hefur hann gegnt ýmsum störfum m.a. á fyrirtækjasviði og gegnt hlutverki verslunarstjóra síðastliðin fimm ár. Þá hefur hann samhliða unnið sem vefstjóri og stofnað og rekið vefverslanir í gegnum tíðina. Björgvin útskrifast í vor með MCSA og CCNA gráðu í kerfisstjórnun. Alls kyns tækni er ofarlega í huga hjá Björgvini en auk þess spilar hann á píanó, er liðtækur í matargerð auk þess að stunda útivist og líkamsrækt af kappi. Sambýliskona Björgvins er Hrafnhildur B. Þórsdóttir og á hann tvö börn.“ 120 vinna hjá Sensa sem er upplýsingafyrirtæki sem sér um rekstur, hýsingu, skýjalausnir, sérfræðiþjónustu og ráðgjöf.
Vistaskipti Upplýsingatækni Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira