Leikmenn voru hitamældir inn á æfingar hjá Degi: „Ég vildi slútta þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 20:00 Dagur Sigurðsson er með samning um að stýra Japan til ársins 2024. VÍSIR/GETTY Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handbolta karla, var með liðið í æfingabúðum og undirbúningi fyrir Ólympíuleika þegar kórónuveirufaraldurinn hóf að setja allt íþróttalíf úr skorðum. „Ég fer þá af stað og byrja að hitamæla mína leikmenn, þannig að þeir skila inn hitatölum í tvær vikur áður en að við byrjum að æfa. Þar sem við erum svo á æfingasvæðinu erum við allir með grímur, það er hitamælt inn á æfingarnar og við reynum að gera þetta eins öruggt og hægt er, og höldum strákunum mjög út af fyrir okkur. En í rauninni vildi ég slútta þessu,“ sagði Dagur í Sportinu í dag, en keppni í japönsku deildinni hafði verið hætt í febrúar vegna faraldursins. „Ég hafði það á tilfinningunni að það væru æðri menn sem vildu að japanskir íþróttamenn myndu æfa, þangað til að Ólympíuleikunum var frestað. Um leið og það var gert, einhverjum tveimur vikum seinna, þá slaufuðum við okkar æfingatörn. Svo veit ég ekkert hvenær við byrjum aftur. Ég er með planaðar æfingabúðir í júní, sem ég geri ráð fyrir að við hættum við. Svo á ég tíma með þeim í júlí og svo sjáum við til eftir það. Ég er eins og allir aðrir í óvissu með þetta. Eina sem að auðveldar mína stöðu er að samningurinn minn er ekki að renna út í kringum Ólympíuleikana,“ segir Dagur. Gott að fá aukaár og vonandi HM fyrir Ólympíuleikana Nú stendur til að Ólympíuleikarnir í Tókýó fari fram sumarið 2021 og það gagnast Degi ágætlega í vinnu sinni við að gera lið Japans samkeppnishæft á handboltasviðinu: „Ég er ágætlega sáttur við það. Ég er sérstaklega ánægður með Asíuleikana núna í janúar, þar sem við urðum í 3. sæti. Það var framför í því og við fengum smá viðurkenningu á því sem við höfum verið að gera. En við erum enn langt frá bestu Evrópuliðunum. Við hefðum vonandi gert okkar bestu hluti á Ólympíuleikunum en nú fæ ég vonandi eitt ár í viðbót og það getur verið mjög jákvætt, sérstaklega af því að við komumst inn á HM í janúar. Ég fæ því eitt stórmót með liðinu ef að allt gengur eðlilega, og það setur vel inn á reynslubankann. En hvort að það sé nóg til að við komumst nær 12 bestu þjóðum heims er önnur Ella. Það verður bara að koma í ljós,“ segir Dagur. Klippa: Sportið í dag - Dagur um undirbúninginn fyrir ÓL Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Sjá meira
Dagur nýtur þess að þjálfa Japan og útilokar ekki að vera lengur með liðið en til 2024 Dagur Sigurðsson kann afar vel við sig í starfi þjálfara japanska karlalandsliðsins í handbolta. Hann hefur áhuga á að vera lengur með liðið eftir að samningur hans við japanska handknattleikssambandið rennur út. 27. apríl 2020 15:51