COVID bjargráð Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. apríl 2020 20:20 Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun