Dæmi um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. apríl 2020 23:00 Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Dæmi eru um að kynferðisbrotamál gegn börnum séu ekki nægilega vel rannsökuð þegar ákæra er gefin út að sögn varahéraðssaksóknara. Málin séu alltaf að verða umfangsmeiri og flóknari og tíminn sem halda má mönnum í gæsluvarðhaldi áður en ákæra er gefin út of stuttur. Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um þá þróun að það gerist nú æ oftar að lögregla neyðist til að sleppa mönnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að rannsókn málanna sé ólokið. Samkvæmt lögum er lengst hægt að halda mönnum í varðhaldi í tólf vikur án þess að höfða mál á hendur þeim og er sá tími sagður of stuttur fyrir umfangsmikil mál eins og þau sem tengjast fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Sjá einnig: Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Varahéraðssaksóknari tekur undir með lögreglunni. „Þetta getur líka verið í kynferðisbrotamálum þar sem við erum til dæmis að rannsaka vörslur á barnaníðsefni, með kannski miklu magni af barnaníðsefni, og kannski gróf kynferðisbrot gegn börnum framin á netinu,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og bætir við að þá þurfi oft að fara í gegn um mjög mikið af rafrænum gögnum. „Það getur leitt til þess að málin eru bara ekki nægilega vel rannsökuð þegar við erum að gefa út ákæru. Það hafa komið upp þannig mál þar sem maður er að keppast við að gefa út ákæru innan tólf vikna en málin hefðu þolað meiri rannsókn,“ segir Kolbrún. Þetta geti haft þær afleiðingar að mistök séu gerð. Stundum hafi mönnum verið sleppt úr varðhaldi og farbanni beitt í staðinn. „Dæmin hafa sýnt það að ef einhver vill ekki vera hér í farbanni, þá bara fer hann og við höfum misst marga menn úr haldi sem hafa verið hér í farbanni,“ segir Kolbrún. Hún segist gera sér fulla grein fyrir því að gæsluvarðhald sé mjög íþyngjandi fyrir fólk. Hún bendir á að ákærendur þurfi að leiða menn fyrir dómara á fjögurra vikna fresti til að biðja um framlengingu á varðhaldi. „Dómstólarnir veita þetta aðhald og ég treysti dómstólum fullkomnlega til að gera það í þessum málum þó að við hefðum ekki þetta tólf vikna hámark áður en að ákæra er gefin út,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Glæpamenn sjá leik á borði með framleiðslu fíkniefna og kaup fyrirtækja Erlendir glæpahópar sjá sér nú leik á borði með fíkniefnaframleiðslu hérlendis þegar lítið er flutt inn til landsins á tímum kórónuveirunnar. Yfirlögregluþjónn segir að brotahópar nýti einnig ástandið til að þvætta peninga sína með því að kaupa íslensk fyrirtæki sem nú standa illa. 23. apríl 2020 20:00