Hvetja fólk til að leggja sparaðar aukakrónur í Varasjóð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2020 14:00 Söfnunin fer fram á síðunni varasjodur.is Mynd/Á allra vörum Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Á allra vörum hefur stofnað sérstakan Varasjóð til þess að aðstoða í ástandinu sem nú hefur myndast í þjóðfélaginu. Hugmyndin er að fólk gefi í sjóðinn aukakrónur sem sparast hafa vegna samkomubannsins. „Þótt ekki sjái fyrir endann á afleiðingum COVID-19 er ljóst að þær verða gríðarlegar. Fjölmennar starfsstéttir eru í framlínu baráttunnar við sjúkdóminn og margar fjölskyldur munu verða fyrir barðinu á honum, beint og óbeint.“ Hugmyndin að baki átakinu gengur út á að leggja til, það sem fólk hefði að öllu jöfnu sett í eitthvað annað, í Varasjóð vegna Covid-19. Geta þetta verið sparaðar krónur sem hefðu annars farið í djammið, bensín, afþreyingu, dekur, veislur og svo framvegis. „Vegna sóttkvíar og samkomutakmarkana höfum við flest þurft að láta eitt og annað bíða betri tíma sem að jafnaði tilheyrir lífsstíl okkar eða léttir okkur lund. Ef við setjum hluta af því sem þannig sparast í Varasjóðinn getum við hjálpast að við að létta undir með þeim sem verst verða úti vegna þessa heimsfaraldurs.“ Guðný Pálsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir ræddu Varasjóðinn í Bítinu í dag og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér neðar í fréttinni. Guðný og Gróa hafa ásamt góðu fólki safnað 800 milljónum fyrir velferðarmálefni á síðustu 11 árum. „Núna ætlum við ekki að selja glossa, núna erum við búnar að stofna sjóð sem nefnist Varasjóður. Þar ætlum við að safna inn peningum fyrir velferðarmál í landinu og settum hann af stað í fyrradag. Þú ert ekki að kaupa neitt í rauninni, enga vöru, heldur ertu að leggja í sjóð einhverja smá fjárhæð sem þú ert aflögufær um. Hugmyndin í raun og veru er að safna þarna inn peningum sem fara til velferðarmála í haust, segir Gróa. Mynd/Á allra vörum Í miðjum stormi Hugmyndin af þessu kemur að utan og þær segjast ekki að finna upp hjólið. Svipaðar safnanir hafa verið settar af stað erlendis. „Á þessum tímum sem eru núna þá ertu í raun og veru að eyða færri krónum, til dæmis í bensín kostnað. Þú ert að eyða færri krónum heldur en þú hefur venjulega eytt í, án þess kannski að pæla í því og getur kannski látið gott af þér leiða með þessum krónum sem þú ert að spara þér. Þannig að þetta er svona smá lán í óláni.“ Á allra vörum efnir til þessa þjóðarátaks til styrktar samtökum í velferðarþjónustu og hjálparsamtaka sem vinna í þágu þeirra sem verst verða úti vegna COVID-19. „Við erum í miðjum stormi og vitum einhvern veginn ekkert hvernig þetta verður þegar við komum út úr honum,“ útskýrir Gróa. Hún bendir á að ekki er vitað á þessum tímapunkti hvernig landinn muni koma út úr þessu ástandi. „Við vitum alveg að þetta er ekki tími sem fólk á fullt af peningum,“ bætir Guðný við. En hún bendir á að ef að 100.000 Íslendingar myndu til dæmis gefa 2.000 krónur, þá væru það 200 milljónir. „Margt lítið gerir eitt stórt.“ Venjulega safnar Á allra vörum fyrir eitthvað eitt málefni í einu en í þetta skiptið mun söfnunin vera með öðru sniði. Hægt verður að sækja um styrki úr sjóðnum og verður úthlutað í haust. Söfnunarfénu er svo ætluð til að aðstoða þá sem á þurfa að halda. Í úthlutunarnefnd sitja Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Stofnendur Á allra vörum eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Hægt verður að leggja í Varasjóðinn á varasjodur.is allt þar til deilt verður úr honum, eða fyrir lok september 2020. Einnig er hægt að millifæra styrki beint inná reikning Varasjóð Á allra vörum sem er 537 – 26 – 55555. Kennitala 510608-1350. Viðtalið við Gróu og Guðný má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp